Milljóna biðlaun frá fjárvana bæjarfélagi 23. desember 2009 06:00 „Þetta er alveg borðleggjandi," segir Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, sem krefst þess að fá greidd átta mánaða biðlaun. Sigurður tók við sem bæjarstjóri í júní 2006 eftir kosningar þá um vorið en lét af störfum í september síðastliðinn eftir meirihlutaskipti í bæjarstjórn. Samkvæmt ráðningarsamningi á hann að fá greidda tvo mánuði í biðlaun fyrir hvert hafið ár í bæjarstjórastólnum. „Hjá mér var biðlaunarétturinn stigvaxandi og gat verið aðeins tveir mánuðir ef ég hætti snemma á tímabilinu," útskýrir Sigurður. Biðlaun bæjarstjórans fyrrverandi hafa verið rædd í bæjarráði og bæjarstjórn án þess að hljóta afgreiðslu. Sigurður hefur lagt fram lögfræðiálit um að hann eigi rétt á átta mánaða biðlaunum og kveðst eiga von á því að ekki verði ágreiningur um niðurstöðuna. Engu breyti um hans launamál að Álftanes sé talið komið í greiðsluþrot. „Ég held að sveitarfélagið sé ekki með hugmyndir um að brjóta ráðningarsamninga á neinum starfsmönnum sínum þó að það sé í vandræðum. Ég held að það eigi hvorki við um bæjarstjóra né aðra millistjórnendur sem hugsanlega verður sagt upp núna - eins og ég held að sé í pípunum," segir hann. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjar greiðslurnar til Sigurðar eiga nákvæmlega að vera en gera má ráð fyrir að þær verði minnst 6,4 milljónir króna. „Við erum alls ekki sátt, það segir sig sjálft," segir Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness, um þá kröfu Sigurðar Magnússonar, fyrrverandi bæjarstjóra, að fá átta mánaða biðlaun. „En það er hins vegar samningur í gildi þó svo að við höfum ekki samþykkt hann á sínum tíma."- gar / Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta er alveg borðleggjandi," segir Sigurður Magnússon, fyrrverandi bæjarstjóri á Álftanesi, sem krefst þess að fá greidd átta mánaða biðlaun. Sigurður tók við sem bæjarstjóri í júní 2006 eftir kosningar þá um vorið en lét af störfum í september síðastliðinn eftir meirihlutaskipti í bæjarstjórn. Samkvæmt ráðningarsamningi á hann að fá greidda tvo mánuði í biðlaun fyrir hvert hafið ár í bæjarstjórastólnum. „Hjá mér var biðlaunarétturinn stigvaxandi og gat verið aðeins tveir mánuðir ef ég hætti snemma á tímabilinu," útskýrir Sigurður. Biðlaun bæjarstjórans fyrrverandi hafa verið rædd í bæjarráði og bæjarstjórn án þess að hljóta afgreiðslu. Sigurður hefur lagt fram lögfræðiálit um að hann eigi rétt á átta mánaða biðlaunum og kveðst eiga von á því að ekki verði ágreiningur um niðurstöðuna. Engu breyti um hans launamál að Álftanes sé talið komið í greiðsluþrot. „Ég held að sveitarfélagið sé ekki með hugmyndir um að brjóta ráðningarsamninga á neinum starfsmönnum sínum þó að það sé í vandræðum. Ég held að það eigi hvorki við um bæjarstjóra né aðra millistjórnendur sem hugsanlega verður sagt upp núna - eins og ég held að sé í pípunum," segir hann. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hverjar greiðslurnar til Sigurðar eiga nákvæmlega að vera en gera má ráð fyrir að þær verði minnst 6,4 milljónir króna. „Við erum alls ekki sátt, það segir sig sjálft," segir Kristinn Guðlaugsson, forseti bæjarstjórnar Álftaness, um þá kröfu Sigurðar Magnússonar, fyrrverandi bæjarstjóra, að fá átta mánaða biðlaun. „En það er hins vegar samningur í gildi þó svo að við höfum ekki samþykkt hann á sínum tíma."- gar /
Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira