Erlent

Mannskætt umferðarslys í Cornwall

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Björgunarfólk á vettvangi.
Björgunarfólk á vettvangi.

Tveir létust og 47 eru slasaðir eftir að langferðabíll, fullur af fólki, valt á ísi lögðum vegi í Cornwall í Bretlandi í gær og endaði á hvolfi á miðjum veginum. Þyrla frá breska flughernum var send á vettvang til að selflytja farþegana á sjúkrahús en illmögulegt var að aka með þá vegna ófærðar. Flestir farþeganna eru frá Vestur-Cornwall og höfðu verið í dagsferð að skoða jólaljósin í þorpinu Mousehole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×