Erlent

Ryanair þota fór út af flugbrautinni á Prestwick

Farþegaþota frá flugfélaginu Ryanair fór út af flugbrautinni á flugvellinum í Prestwická Englandi í morgun. Mikið vetrarveður hefur sett samgöngur úr skorðum í Evrópu undanfarið og hafa orðið miklar tafir á flugi. Vélin ók yfir svellbunka skömmu eftir lendingu á flugvellinum og rann hún út af brautinni og stöðvaðist þar. Engin meiðsli urðu á farþegum og hefur þeim verið komið inn í flugstöðina á Prestwick.

Snemma í morgun hlekktist annari vél á í lendingu á Jamaica og slösuðust fjörutíu farþegar lítillega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×