Innlent

Dæmi um að verð hækki þegar fólk er á leið á kassann

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir hringl með vöruverð vera of mikið. Mynd/ Anton.
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir hringl með vöruverð vera of mikið. Mynd/ Anton.
Verðbreytingar eru tíðar í verslunum fyrir jólin og dæmi um að verslanir breyti vöruverði nokkur þúsund sinnum í desembermánuði. Talsmaður neytenda óttast að stöðugar verðbreytingar rugli verðskyn neytenda en dæmi séu um að verð hækki jafnvel þegar fólk er á leið á kassann til að borga.

Þannig eru til að mynda dæmi um að vörur sem vinsælar eru í jólapakkana hafi hækkað um nokkur hundruð krónur í gær. Dæmi eru einnig um vörur sem lækkuðu í verði í gær. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir stöðugt hringl með vöruverð vera of mikið og gera viðskiptavinunum erfitt um vik með að fylgjast með.

Þá hefur það stundum gerst að verð á vörum er ekki það sama í hillum og á afgreiðslukassa. Varan sé þá jafnvel dýrari þegar þangað er komið. Í slíkum tilfellum gildir það verð sem er á hillunni og viðskiptavinir geta krafist þess að greiða þá upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×