Innlent

Kirkjugestir verða fyrir barðinu á vasaþjófum

Kirkjugestir eru ekki óhultir á meðan þeir sitja messur.
Kirkjugestir eru ekki óhultir á meðan þeir sitja messur.

Töluvert er um að verðmætum sé stolið úr yfirhöfnum fólks en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið margar slíkar tilkynningar að undanförnu.

Sérstaklega á þetta við um verðmæti sem hafa verið skilin yfir í yfirhöfnum í fatahengjum samkomustaða, til dæmis á hótelum og annars staðar þar sem salir eru leigðir út fyrir samkvæmi.

Einnig hefur verðmætum verið stolið með sama hætti úr yfirhöfnum í kirkjum. Lögreglan biður fólk að hafa þetta hugfast og skilja ekki veski eða önnur verðmæti eftir í yfirhöfnum.

Lögreglan varar líka eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Talsvert er um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta.

Sé slíkt óumflýjanlegt er mikilvægt að slíkir hlutir séu ekki í augsýn. Sömuleiðis er rétt að benda á mikilvægi þess að skilja bíla frekar eftir á upplýstum bílastæðum, ef þess er nokkur kostur. Þjófum finnst nefnilega fátt betra en að athafna sig í myrkrinu þar sem ekki sést til þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×