Innlent

Setur spurningamerki við laumuhækkun Hagkaups

Hagkaup.
Hagkaup.

„Ég set spurningamerki við það að verslanir séu mikið að lauma hækkunum inn á vörum sem eru mjög sölulegar þá stundina," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytandasamtakanna, um skyndilega hækkun Hagkaups á vörum fyrir jól og DV greindi frá fyrr í dag.

Þar kom fram að Hagkaup hefði hækkað verð á allnokkrum vörum. Athygli vekur að um jólatengdar vörur er að ræða eins og jólamerkilímmiðar. Þá er einnig hækkað verð á hljómdiskum eins og 100 jólalög.

Verðhækkunin er frá 5 prósentum upp í 54 prósent.

„Það stingur mann í augun að aðilar hækki verð á vörum fyrir háannatímann þegar viðskiptavinir hafa minni tíma til þess að aðgæta verð," segir Jóhannes en bendir réttilega á að það er frjáls álagning og því er ekkert ólöglegt að hækka vörurnar, svo lengi sem þær eru rétt verðmerktar.

Spurður hvort hækkunin sé ekki hreinlega siðlaus segist Jóhannes ekki vilja taka svo djúpt í árina en bætir við: „Þetta kemur helst versluninni sjálfri í koll því neytandanum líkar þetta ekki."

Hér fyrir neðan má sjá hvaða vörur Hagkaup er búið að hækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×