Fleiri fréttir Sýn hinnar hagsýnu húsmóður Kynjakvóti, sem kveður á um að í stjórnum 350 stærstu fyrirtækja landsins eigi hlutfall kvenna að vera minnsta kosti 40%, getur orðið að lögum fyrir jól. Það á að innleiða sýn hinnar hagsýnu húsmóður inn í íslenskt atvinnulíf, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 14.12.2009 12:22 AGS með blaðamannafund Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins, kynna vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna við íslensk stjórnvöld á fundi í dag. Sendinefnd AGS kom til landsins í byrjun mánaðarins og hefur staðið í viðræðum við stjórnvöld síðan þá um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. 14.12.2009 12:03 Engin merki um falsanir í stolnum tölvupóstum Fréttamenn Associated press skoðuðu 1.073 tölvupósta sem stolið var af vefþjóni East Anglia háskólans en hann hefur verið í fremstu röð stofnana sem lagt hafa til gögn í loftslagsumræðunni. 14.12.2009 12:02 Biður lögreglumenn ekki afsökunar Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sér ekki ástæðu til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum sem eftir henni voru höfð í búsáhaldabyltingunni í byrjun þessa árs. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurði Álfheiði út í málið á þingfundi í dag. Hann vildi að Álfheiður bæði lögreglumenn afsökunar á ummælum sínum þar sam hún í skyn að lögregla færi fram með of miklu harðræði og væru að hefna sín á mótmælendum. Veist hafi verið að lögreglumönnum og þeim veittir áverkar. 14.12.2009 10:49 Guðfríður Lilja aftur á þing Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tók sæti á Alþingi á nýjan leik í dag en hún hefur verið fæðingarorlofi. Guðfríður hefur verið meðal efasemdarmanna í þingflokki VG um Icesave málið. Varamaður hennar greiddi atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave í síðustu viku en tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 14.12.2009 10:42 Ross Beaty sest í stjórn HS orku Forstjóri kanadíska félagsins Magma Energy hefur tekið sæti í stjórn HS orku. Ross Beaty, forstjóri, ásamt öðrum fulltrúa félagsins, Lyle Braaten, eru nú komnir inn í stjórn fyrirtækisins. Fyrsti stjórnarfundurinn með þátttöku þeirra er nú að hefjast. Vísir fékk ekki nákvæmar upplýsingar um hvað stæði til að ræða á fundinum, annað en að þar yrði „farið yfir öll helstu mál“. 14.12.2009 10:38 Berlusconi nefbrotinn og marinn Silvio Berlusconi forsæltisráðherra Ítalíu er nefbrotinn og það brotnuðu úr honum tennur eftir að maður fleygði þungri myndastyttu í andlit hans á pólitískum fundi í Milanó í gærkvöldi. 14.12.2009 10:17 Ólafur Ragnar heiðursdoktor við Ohio háskóla Ríkisháskólinn í Ohio, fjölmennasti háskóli Bandaríkjanna, gerði í gær, sunnudaginn 13. desember, forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson að heiðursdoktor við hátíðlega athöfn í Columbus. „Forseta er veittur þessi heiður fyrir framlag hans til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar náttúruauðlinda og stuðla þannig að lausnum á brýnum vandamálum veraldar,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. 14.12.2009 10:12 Vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu árvekni Umferðarráð hvetur alla vegfarendur til að sýna fyllstu árvekni í umferðinni. Ráðið bendir á að akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa. Þetta kemur fram í ályktun síðasta fundar umferðarráðs um ölvunarakstur. 14.12.2009 10:06 Þingmenn strengjabrúður Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir óvönduð vinnubrögð viðhöfð á Alþingi og að þingmenn séu strengjabrúður ríkisstjórnarinnar. 14.12.2009 09:54 Svafa Grönfeldt hætt í HR Svafa Grönfeld rektor Háskólans í Reykjavík mun láta af störfum í næsta mánuði. Við rektorsstöðunni tekur Ari Kristinn Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar skólans. 14.12.2009 09:40 Þingmenn ræða fjárlög Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið á Alþingi hefst í dag. Starfsáætlun þingsins er farin úr skorðum en samkvæmt henni átti þriðja umræða fjárlaga að vera á morgun. Allt lítur því út fyrir að þingfundir verði milli jóla og nýárs. 14.12.2009 09:18 Auglýsendur flýja sökkvandi Woods Kylfingurinn Tiger Woods á ekki sjö dagana sæla eftir að í hámæli komst hve djarftækur hann er til kvenna. Nú snýr hver stuðningsaðilinn á fætur öðrum baki við honum, síðast ráðgjafarfyrirtækið Accenture sem notað hefur andlit Woods í auglýsingum sínum síðastliðin sex ár. 14.12.2009 08:39 Olíuleitartæki reyndust 35 tonn af vopnum Fimm manna áhöfn norðurkóreskrar flutningavélar er í haldi lögreglunnar í Bangkok í Taílandi eftir að í ljós kom að vélin flutti 35 tonn af vopnabúnaði. 14.12.2009 08:27 Skemmdarverk og íkveikjur í Kaupmannahöfn Skemmdarverk, íkveikjur og alls kyns óspektir einkenndu næturvakt lögreglunnar í Kaupmannahöfn. 14.12.2009 08:25 Breskir háskólar vísa 200.000 manns frá Gert er ráð fyrir að allt að 200.000 umsækjendur um skólavist í breskum háskólum á vorönn 2010 fái synjun en sókn í skólanna á önninni eykst að meðaltali um 12 prósent. 14.12.2009 08:17 Brennuvargar á ferð Brennuvargar kveiktu í strætóskýli við Seljabraut í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í nótt og urðu talsverðar skemmdir á skýlinu. Nokkru fyrr, eða rétt upp úr miðnætti, var kveikt í ruslatunnum við Háberg í Breiðholti, en þær stóðu upp við húsvegg. 14.12.2009 08:15 Sprengingar við Fálkagötu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um sprengingar við Fálkagötu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þar sást til unglinga að sprengja einhvers konar kínverja, en þeir forðuðu sér áður en lögreglan kom. 14.12.2009 08:14 Átta fjölveiðiskip leita gulldeplu Átta fjölveiðiskip eru nú byrjuð að leita að gulldeplu, um það bil 40 sjómílur suður af Grindavík. 14.12.2009 08:05 Mikill gnýr í Óðalsbændum Mikill glaumur var á veitingahúsinu Óðali í nótt. Kvað svo rammt að hávaðanum frá húsinu að lögreglumenn fóru á vettvang á fimmta tímanum í nótt. 14.12.2009 07:35 Hópslagsmál unglinga við Kringluna Lögreglumenn stöðvuðu unglingaslagsmál við Borgarleikhúsið á áttunda tímanum í gærkvöldi, en tveimur hópum unglinga laust saman við Kringluna. 14.12.2009 07:32 Töluvert tjón í bílskúrsbruna Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í bílskúr við Hverafold í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Eldurinn magnaðist hratt og var að teygja sig í þakskegg á næsta húsi þegar slökkvilið kom á vettvang. 14.12.2009 07:18 Tilraun til að nýta gulldeplu sem aðalfóður í þorskeldi Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal gerði í fyrravetur tilraun til að nýta gulldeplu sem fóður í áframeldi á villtum þorski. Tilraunin gafst það vel að hugmyndir eru uppi um að leggja áherslu á gulldeplu sem fóður og Álfsfell, annað þorskeldisfyrirtæki í Djúpinu, hefur bæst við. Huginn VE frá Vestmannaeyjum ætlar að frysta 500 tonn fyrir jól, gefi á sjó. 14.12.2009 06:00 Jón berst gegn sameiningu ráðuneyta Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur beitt sér gegn sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, úr þingliðum beggja stjórnarflokka, hefur hann reynt að torvelda vinnu við verkefnið, meðal annars með því að neita að hitta embættismenn sem starfa að sameiningunni. 14.12.2009 05:30 Milljarði sóað í dráttarvexti Ríkisstofnanir greiddu 1,2 milljarða króna í dráttarvexti frá ársbyrjun 2007 fram á mitt þetta ár. Stofnanir sem greiddu yfir milljón króna voru 37 talsins en sex þeirra bera meirihluta þessa kostnaðar og er uppsöfnuðum rekstrarhalla undanfarinna ára um að kenna. 14.12.2009 04:45 Fjöldi sveitarfélaga lifir ekki án styrkja Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi, 36 af 77, fær þrjátíu prósent eða meira af tekjum sínum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ljóst er að slík sveitarfélög ættu erfitt uppdráttar án styrksins. Tvö sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum; Skagabyggð er með 59,4 prósent og Bæjarhreppur með 59,7 prósent. 14.12.2009 04:00 Framlög til fangelsa og dómstóla aukin Auka á fjárveitingar til dómstóla og verja yfir 100 milljónum í fjölgun fangarýma á næsta ári. Þetta er meðal þess sem gert er ráð fyrir í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs, sem ræddar verða á Alþingi í dag. 14.12.2009 04:00 Ítarleg lögfræðileg álitsgerð óþörf Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg, telur ekki tilefni til að efast um að Icesave-frumvarpið standist stjórnarskrá. Er hann raunar þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að tekin verði saman ítarleg lögfræðileg álitsgerð um málið. 14.12.2009 03:30 Samgöngumiðstöð enn í mestri óvissu Ekki hefur enn verið gengið frá því hvaða fyrirtæki eiga að nota fyrirhugaða samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Á næstunni verður rætt við flugfélög, veitingamenn og þá sem reka hópferðabíla um þetta. 14.12.2009 03:15 673 íslenskar bækur í flóðinu Aldrei hafa verið prentaðar fleiri bækur hérlendis en nú fyrir jólin að því er kemur fram í könnun Bókasambands Íslands. Um áttatíu prósent af öllum þeim bókartitlum sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda eru prentuð hérlendis. 14.12.2009 03:00 Möppurnar seljast í janúar Fram undan er aðalvertíð ársins hjá Múlalundi í möppuframleiðslu, en þar eru framleiddar bókhaldsmöppur sem heita því rammíslenska nafni EGLA. Ef ekki selst vel af möppum í janúar má segja að árið sé ekki gott á vinnustofunni. Með því að kaupa möppurnar er verið að styrkja einstakling til betri framtíðar, því þær skapa vinnu fyrir fatlað fólk. Múlalundur var stofnaður árið 1959 og fagnar því hálfrar aldar afmæli sínu í ár. Þar vinnur fólk sem hefur einhvers konar fötlun, líkamlega eða andlega, en þó ekki blindir og heyrnarlausir. 14.12.2009 03:00 Fjölmenni á kertavökum Áætlað er að mörg hundruð þúsund manns hafi mætt á meira en 3.200 loftslagskertavökur í 139 löndum í gær. Meira en ellefu milljónir manna um allan heim hafa skrifað undir yfirlýsingu um að þeir séu tilbúnir fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. 14.12.2009 03:00 Mótmæla auknum sköttum Neytendasamtökin eru andvíg frumvarpi ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatta og hvetja til þess að það verði endurskoðað. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið. 14.12.2009 02:00 Stal og vildi selja fíkniefni Tvítug kona hefur verið ákærð fyrir innbrot, þjófnaði og afhendingu fíkniefna í söluskyni. 14.12.2009 01:00 Fjölmenni á jólasýningu Árbæjarsafnsins Í dag er þriðji sunnudagur í aðventu og margir hafa lagt leið sína á jólasýningu Árbæjarsafnsins. 13.12.2009 15:18 Stefnir í 102 milljarða fjárlagahalla Ekki tekst að minnka halla á fjárlögum næsta árs eins mikið og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu en nú stefnir í að hallinn verði um 102 milljarðar á næsta ári. Framlög til stjórnmálaflokka lækka sem og ráðstöfunarfé ráðherra. 13.12.2009 19:08 Á þriðja hundrað manns handteknir í Kaupmannahöfn Alls hafa 257 manns verið handteknir í dag vegna mótmæla í tengslum við loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. 13.12.2009 16:14 Þjóðarkosningu um Icesave hrint af stað Vefmiðillinn Eyjan mun í dag hleypa af stokkunum rafrænni þjóðarkosningu á meðal almennings um hvort veita skuli ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu. 13.12.2009 14:51 Kvartaði undan umfjöllun við útgefanda DV Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því við Hrein Loftsson útgefanda DV að blaðið hætti umfjöllun um hans mál. Ástæðan sé sú að fréttaflutningurinn hafi leitt til þess að anarkistar sætu um hús hans og vildu valda honum tjóni. 13.12.2009 14:12 Stálu tölvu og flakkara af heimavist Í nótt var farið inn í herbergi á heimavist Fjölbrautaskóla Suðurlands við Eyraveg og þaðan stolið Toshiba fartölvu og MSI flakkara í eigu nemenda skólans. Lögreglan segir að tjónið sé tilfinnanlegt fyrir nemandann þar sem í tölvunni var mikið efni tengt námi hans. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010. 13.12.2009 13:23 Björgunarafrekið við Steinsholtsá - myndir Björgunarsveitamenn á Suðurlandi unnu frækilegt afrek þegar þeir komu þremur mönnum til bjargar í Steinsholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurlandi sem var á vettvangi segir að einn mannanna hafi hangið utan á bifreið mannanna sem sat föst úti í miðri á. 13.12.2009 12:32 Um 40% fjölgun mála hjá Hæstarétti Málum hjá Hæstarétti hefur fjölgað úr 500 á ári í 700, eða um 40%, á síðustu tveimur árum. Biðtími mála hefur á sama tíma lengst um 15%. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær fyrir aðra umræðu. Horfur eru á að málum muni fjölga mun meira vegna bankahrunsins. 13.12.2009 12:10 Fallið frá skerðingu barnabóta og vaxtabætur hækkaðar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá áformum um skerðingu á barnabótum sem lið í aðhaldsaðgerðgum. Því verður sama upphæð til ráðstöfunar og var árið 2009 til að greiða út bætur. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem dreift var á Alþingi í gær fyrir aðra umræðu, er gert ráð fyrir að þessum útjöldum veðri mætt með tekjum af nýju auðlegðargjaldi. 13.12.2009 11:55 Seldu sendiherrabústaðinn fyrir 550 milljónir króna Utanríkisráðuneytið hefur selt sendiherrabústaðinn í New York fyrir 550 milljónir íslenskra króna. 13.12.2009 11:25 Íbúar í Houston velja samkynhneigðan borgarstjóra Annise Parker hefur verið kjörin borgarstjóri í Houston í Texasfylki í Bandaríkjunum. Parker hlaut 53,6% atkvæða. 13.12.2009 10:17 Sjá næstu 50 fréttir
Sýn hinnar hagsýnu húsmóður Kynjakvóti, sem kveður á um að í stjórnum 350 stærstu fyrirtækja landsins eigi hlutfall kvenna að vera minnsta kosti 40%, getur orðið að lögum fyrir jól. Það á að innleiða sýn hinnar hagsýnu húsmóður inn í íslenskt atvinnulíf, segir þingmaður Samfylkingarinnar. 14.12.2009 12:22
AGS með blaðamannafund Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins, kynna vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna við íslensk stjórnvöld á fundi í dag. Sendinefnd AGS kom til landsins í byrjun mánaðarins og hefur staðið í viðræðum við stjórnvöld síðan þá um aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands. 14.12.2009 12:03
Engin merki um falsanir í stolnum tölvupóstum Fréttamenn Associated press skoðuðu 1.073 tölvupósta sem stolið var af vefþjóni East Anglia háskólans en hann hefur verið í fremstu röð stofnana sem lagt hafa til gögn í loftslagsumræðunni. 14.12.2009 12:02
Biður lögreglumenn ekki afsökunar Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, sér ekki ástæðu til að biðja lögreglumenn afsökunar á ummælum sem eftir henni voru höfð í búsáhaldabyltingunni í byrjun þessa árs. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, spurði Álfheiði út í málið á þingfundi í dag. Hann vildi að Álfheiður bæði lögreglumenn afsökunar á ummælum sínum þar sam hún í skyn að lögregla færi fram með of miklu harðræði og væru að hefna sín á mótmælendum. Veist hafi verið að lögreglumönnum og þeim veittir áverkar. 14.12.2009 10:49
Guðfríður Lilja aftur á þing Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tók sæti á Alþingi á nýjan leik í dag en hún hefur verið fæðingarorlofi. Guðfríður hefur verið meðal efasemdarmanna í þingflokki VG um Icesave málið. Varamaður hennar greiddi atkvæði með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um Icesave í síðustu viku en tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. 14.12.2009 10:42
Ross Beaty sest í stjórn HS orku Forstjóri kanadíska félagsins Magma Energy hefur tekið sæti í stjórn HS orku. Ross Beaty, forstjóri, ásamt öðrum fulltrúa félagsins, Lyle Braaten, eru nú komnir inn í stjórn fyrirtækisins. Fyrsti stjórnarfundurinn með þátttöku þeirra er nú að hefjast. Vísir fékk ekki nákvæmar upplýsingar um hvað stæði til að ræða á fundinum, annað en að þar yrði „farið yfir öll helstu mál“. 14.12.2009 10:38
Berlusconi nefbrotinn og marinn Silvio Berlusconi forsæltisráðherra Ítalíu er nefbrotinn og það brotnuðu úr honum tennur eftir að maður fleygði þungri myndastyttu í andlit hans á pólitískum fundi í Milanó í gærkvöldi. 14.12.2009 10:17
Ólafur Ragnar heiðursdoktor við Ohio háskóla Ríkisháskólinn í Ohio, fjölmennasti háskóli Bandaríkjanna, gerði í gær, sunnudaginn 13. desember, forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson að heiðursdoktor við hátíðlega athöfn í Columbus. „Forseta er veittur þessi heiður fyrir framlag hans til alþjóðasamfélagsins og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum, fyrir að efla samstarf vísindamanna og fræðastofnana á vettvangi umhverfismála og nýtingar náttúruauðlinda og stuðla þannig að lausnum á brýnum vandamálum veraldar,“ segir í tilkynningu frá forsetaembættinu. 14.12.2009 10:12
Vegfarendur hvattir til að sýna fyllstu árvekni Umferðarráð hvetur alla vegfarendur til að sýna fyllstu árvekni í umferðinni. Ráðið bendir á að akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er helsta orsök alvarlegra umferðarslysa. Þetta kemur fram í ályktun síðasta fundar umferðarráðs um ölvunarakstur. 14.12.2009 10:06
Þingmenn strengjabrúður Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir óvönduð vinnubrögð viðhöfð á Alþingi og að þingmenn séu strengjabrúður ríkisstjórnarinnar. 14.12.2009 09:54
Svafa Grönfeldt hætt í HR Svafa Grönfeld rektor Háskólans í Reykjavík mun láta af störfum í næsta mánuði. Við rektorsstöðunni tekur Ari Kristinn Jónsson, forseti tölvunarfræðideildar skólans. 14.12.2009 09:40
Þingmenn ræða fjárlög Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið á Alþingi hefst í dag. Starfsáætlun þingsins er farin úr skorðum en samkvæmt henni átti þriðja umræða fjárlaga að vera á morgun. Allt lítur því út fyrir að þingfundir verði milli jóla og nýárs. 14.12.2009 09:18
Auglýsendur flýja sökkvandi Woods Kylfingurinn Tiger Woods á ekki sjö dagana sæla eftir að í hámæli komst hve djarftækur hann er til kvenna. Nú snýr hver stuðningsaðilinn á fætur öðrum baki við honum, síðast ráðgjafarfyrirtækið Accenture sem notað hefur andlit Woods í auglýsingum sínum síðastliðin sex ár. 14.12.2009 08:39
Olíuleitartæki reyndust 35 tonn af vopnum Fimm manna áhöfn norðurkóreskrar flutningavélar er í haldi lögreglunnar í Bangkok í Taílandi eftir að í ljós kom að vélin flutti 35 tonn af vopnabúnaði. 14.12.2009 08:27
Skemmdarverk og íkveikjur í Kaupmannahöfn Skemmdarverk, íkveikjur og alls kyns óspektir einkenndu næturvakt lögreglunnar í Kaupmannahöfn. 14.12.2009 08:25
Breskir háskólar vísa 200.000 manns frá Gert er ráð fyrir að allt að 200.000 umsækjendur um skólavist í breskum háskólum á vorönn 2010 fái synjun en sókn í skólanna á önninni eykst að meðaltali um 12 prósent. 14.12.2009 08:17
Brennuvargar á ferð Brennuvargar kveiktu í strætóskýli við Seljabraut í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í nótt og urðu talsverðar skemmdir á skýlinu. Nokkru fyrr, eða rétt upp úr miðnætti, var kveikt í ruslatunnum við Háberg í Breiðholti, en þær stóðu upp við húsvegg. 14.12.2009 08:15
Sprengingar við Fálkagötu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um sprengingar við Fálkagötu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þar sást til unglinga að sprengja einhvers konar kínverja, en þeir forðuðu sér áður en lögreglan kom. 14.12.2009 08:14
Átta fjölveiðiskip leita gulldeplu Átta fjölveiðiskip eru nú byrjuð að leita að gulldeplu, um það bil 40 sjómílur suður af Grindavík. 14.12.2009 08:05
Mikill gnýr í Óðalsbændum Mikill glaumur var á veitingahúsinu Óðali í nótt. Kvað svo rammt að hávaðanum frá húsinu að lögreglumenn fóru á vettvang á fimmta tímanum í nótt. 14.12.2009 07:35
Hópslagsmál unglinga við Kringluna Lögreglumenn stöðvuðu unglingaslagsmál við Borgarleikhúsið á áttunda tímanum í gærkvöldi, en tveimur hópum unglinga laust saman við Kringluna. 14.12.2009 07:32
Töluvert tjón í bílskúrsbruna Töluvert tjón varð þegar eldur kviknaði í bílskúr við Hverafold í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi. Eldurinn magnaðist hratt og var að teygja sig í þakskegg á næsta húsi þegar slökkvilið kom á vettvang. 14.12.2009 07:18
Tilraun til að nýta gulldeplu sem aðalfóður í þorskeldi Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal gerði í fyrravetur tilraun til að nýta gulldeplu sem fóður í áframeldi á villtum þorski. Tilraunin gafst það vel að hugmyndir eru uppi um að leggja áherslu á gulldeplu sem fóður og Álfsfell, annað þorskeldisfyrirtæki í Djúpinu, hefur bæst við. Huginn VE frá Vestmannaeyjum ætlar að frysta 500 tonn fyrir jól, gefi á sjó. 14.12.2009 06:00
Jón berst gegn sameiningu ráðuneyta Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur beitt sér gegn sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins. Samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins, úr þingliðum beggja stjórnarflokka, hefur hann reynt að torvelda vinnu við verkefnið, meðal annars með því að neita að hitta embættismenn sem starfa að sameiningunni. 14.12.2009 05:30
Milljarði sóað í dráttarvexti Ríkisstofnanir greiddu 1,2 milljarða króna í dráttarvexti frá ársbyrjun 2007 fram á mitt þetta ár. Stofnanir sem greiddu yfir milljón króna voru 37 talsins en sex þeirra bera meirihluta þessa kostnaðar og er uppsöfnuðum rekstrarhalla undanfarinna ára um að kenna. 14.12.2009 04:45
Fjöldi sveitarfélaga lifir ekki án styrkja Um helmingur sveitarfélaga á Íslandi, 36 af 77, fær þrjátíu prósent eða meira af tekjum sínum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Ljóst er að slík sveitarfélög ættu erfitt uppdráttar án styrksins. Tvö sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum; Skagabyggð er með 59,4 prósent og Bæjarhreppur með 59,7 prósent. 14.12.2009 04:00
Framlög til fangelsa og dómstóla aukin Auka á fjárveitingar til dómstóla og verja yfir 100 milljónum í fjölgun fangarýma á næsta ári. Þetta er meðal þess sem gert er ráð fyrir í breytingartillögum við fjárlagafrumvarp næsta árs, sem ræddar verða á Alþingi í dag. 14.12.2009 04:00
Ítarleg lögfræðileg álitsgerð óþörf Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg, telur ekki tilefni til að efast um að Icesave-frumvarpið standist stjórnarskrá. Er hann raunar þeirrar skoðunar að ástæðulaust sé að tekin verði saman ítarleg lögfræðileg álitsgerð um málið. 14.12.2009 03:30
Samgöngumiðstöð enn í mestri óvissu Ekki hefur enn verið gengið frá því hvaða fyrirtæki eiga að nota fyrirhugaða samgöngumiðstöð í Vatnsmýri. Á næstunni verður rætt við flugfélög, veitingamenn og þá sem reka hópferðabíla um þetta. 14.12.2009 03:15
673 íslenskar bækur í flóðinu Aldrei hafa verið prentaðar fleiri bækur hérlendis en nú fyrir jólin að því er kemur fram í könnun Bókasambands Íslands. Um áttatíu prósent af öllum þeim bókartitlum sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda eru prentuð hérlendis. 14.12.2009 03:00
Möppurnar seljast í janúar Fram undan er aðalvertíð ársins hjá Múlalundi í möppuframleiðslu, en þar eru framleiddar bókhaldsmöppur sem heita því rammíslenska nafni EGLA. Ef ekki selst vel af möppum í janúar má segja að árið sé ekki gott á vinnustofunni. Með því að kaupa möppurnar er verið að styrkja einstakling til betri framtíðar, því þær skapa vinnu fyrir fatlað fólk. Múlalundur var stofnaður árið 1959 og fagnar því hálfrar aldar afmæli sínu í ár. Þar vinnur fólk sem hefur einhvers konar fötlun, líkamlega eða andlega, en þó ekki blindir og heyrnarlausir. 14.12.2009 03:00
Fjölmenni á kertavökum Áætlað er að mörg hundruð þúsund manns hafi mætt á meira en 3.200 loftslagskertavökur í 139 löndum í gær. Meira en ellefu milljónir manna um allan heim hafa skrifað undir yfirlýsingu um að þeir séu tilbúnir fyrir raunverulegar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. 14.12.2009 03:00
Mótmæla auknum sköttum Neytendasamtökin eru andvíg frumvarpi ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatta og hvetja til þess að það verði endurskoðað. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið. 14.12.2009 02:00
Stal og vildi selja fíkniefni Tvítug kona hefur verið ákærð fyrir innbrot, þjófnaði og afhendingu fíkniefna í söluskyni. 14.12.2009 01:00
Fjölmenni á jólasýningu Árbæjarsafnsins Í dag er þriðji sunnudagur í aðventu og margir hafa lagt leið sína á jólasýningu Árbæjarsafnsins. 13.12.2009 15:18
Stefnir í 102 milljarða fjárlagahalla Ekki tekst að minnka halla á fjárlögum næsta árs eins mikið og gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu en nú stefnir í að hallinn verði um 102 milljarðar á næsta ári. Framlög til stjórnmálaflokka lækka sem og ráðstöfunarfé ráðherra. 13.12.2009 19:08
Á þriðja hundrað manns handteknir í Kaupmannahöfn Alls hafa 257 manns verið handteknir í dag vegna mótmæla í tengslum við loftslagsráðstefnuna í Kaupmannahöfn. 13.12.2009 16:14
Þjóðarkosningu um Icesave hrint af stað Vefmiðillinn Eyjan mun í dag hleypa af stokkunum rafrænni þjóðarkosningu á meðal almennings um hvort veita skuli ríkisábyrgð á Icesave-samkomulaginu. 13.12.2009 14:51
Kvartaði undan umfjöllun við útgefanda DV Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því við Hrein Loftsson útgefanda DV að blaðið hætti umfjöllun um hans mál. Ástæðan sé sú að fréttaflutningurinn hafi leitt til þess að anarkistar sætu um hús hans og vildu valda honum tjóni. 13.12.2009 14:12
Stálu tölvu og flakkara af heimavist Í nótt var farið inn í herbergi á heimavist Fjölbrautaskóla Suðurlands við Eyraveg og þaðan stolið Toshiba fartölvu og MSI flakkara í eigu nemenda skólans. Lögreglan segir að tjónið sé tilfinnanlegt fyrir nemandann þar sem í tölvunni var mikið efni tengt námi hans. Lögreglan biður alla þá sem veitt geta upplýsingar um málið að hafa samband í síma 480 1010. 13.12.2009 13:23
Björgunarafrekið við Steinsholtsá - myndir Björgunarsveitamenn á Suðurlandi unnu frækilegt afrek þegar þeir komu þremur mönnum til bjargar í Steinsholtsá í Þórsmörk í gærkvöldi. Svæðisstjóri björgunarsveita á Suðurlandi sem var á vettvangi segir að einn mannanna hafi hangið utan á bifreið mannanna sem sat föst úti í miðri á. 13.12.2009 12:32
Um 40% fjölgun mála hjá Hæstarétti Málum hjá Hæstarétti hefur fjölgað úr 500 á ári í 700, eða um 40%, á síðustu tveimur árum. Biðtími mála hefur á sama tíma lengst um 15%. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær fyrir aðra umræðu. Horfur eru á að málum muni fjölga mun meira vegna bankahrunsins. 13.12.2009 12:10
Fallið frá skerðingu barnabóta og vaxtabætur hækkaðar Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá áformum um skerðingu á barnabótum sem lið í aðhaldsaðgerðgum. Því verður sama upphæð til ráðstöfunar og var árið 2009 til að greiða út bætur. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem dreift var á Alþingi í gær fyrir aðra umræðu, er gert ráð fyrir að þessum útjöldum veðri mætt með tekjum af nýju auðlegðargjaldi. 13.12.2009 11:55
Seldu sendiherrabústaðinn fyrir 550 milljónir króna Utanríkisráðuneytið hefur selt sendiherrabústaðinn í New York fyrir 550 milljónir íslenskra króna. 13.12.2009 11:25
Íbúar í Houston velja samkynhneigðan borgarstjóra Annise Parker hefur verið kjörin borgarstjóri í Houston í Texasfylki í Bandaríkjunum. Parker hlaut 53,6% atkvæða. 13.12.2009 10:17