Innlent

Fjölmenni á jólasýningu Árbæjarsafnsins

Í dag er þriðji sunnudagur í aðventu og margir hafa lagt leið sína á jólasýningu Árbæjarsafnsins.

Sýningin hefur verið sett upp síðustu ár á sunnudögum í desember og notið mikilla vinsælda. Þar geta ungir sem aldnir rölt á milli húsa og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga.

Hægt er að bragða á hangikjöti og laufabrauði. Þá hafa jólasveinarnir látið sjá sig og sungið nokkur jólalög. Safnið er opið til fimm í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×