Innlent

Stal og vildi selja fíkniefni

Héraðsdómur Suðurlands Fólkið var ákært fyrir Héraðsdómi Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands Fólkið var ákært fyrir Héraðsdómi Suðurlands.

Tvítug kona hefur verið ákærð fyrir innbrot, þjófnaði og afhendingu fíkniefna í söluskyni.

Konan stal, í anddyri Fjölbrautaskólans í Garðabæ í byrjun árs 2008, leðurstígvélum og tösku sem innihélt muni að verðmæti á annað hundrað þúsund króna.

Síðar á árinu var hún tekin með kannabisefni og amfetamín heima hjá sér, ætlað til sölu.

Þá er konan ákærð fyrir að hafa afhent tæplega tvítugum manni rúmlega þrjú grömm af amfetamíni í söluskyni. Maðurinn afhenti efnin síðan öðrum manni, einnig í söluskyni. Andvirði efnanna, tuttugu þúsund krónur, hafði ekki fengist greitt.

Enn er konan, nú ásamt stúlku og pilti, báðum undir tvítugu, ákærð fyrir innbrot og þjófnaði.

Þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu brotist inn í þrjú sumarhús í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi.

Þremenningarnir létu greipar sópa í öllum húsunum. Meðal annars var stolið úr þeim þremur sjónvarpstækjum, mínútugrilli og örbylgjuofni. Einnig matvinnsluvél, vöfflujárni og sængurfötum. Loks stálu þremenningarnir frosinni matvöru og vodkaflösku.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×