Innlent

Um 40% fjölgun mála hjá Hæstarétti

Jón Hákon Halldórssn skrifar
Hæstiréttur Íslands. Mynd/ GVA.
Hæstiréttur Íslands. Mynd/ GVA.
Málum hjá Hæstarétti hefur fjölgað úr 500 á ári í 700, eða um 40%, á síðustu tveimur árum. Biðtími mála hefur á sama tíma lengst um 15%. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær fyrir aðra umræðu. Horfur eru á að málum muni fjölga mun meira vegna bankahrunsins.

Þess vegna er gert ráð fyrir að fjárveitingar til réttarins hækki um 16 milljónir króna á næsta ári. Fjárveitingunni yrði aðallega ráðstafað til að fjölga aðstoðarmönnum. Dómsmálaráðherra sagði frá því á Vísi í nóvember að hún gerði ráð fyrir að aukninginn yrði fjármögnuð með hækkun dómsmálagjalda.


Tengdar fréttir

Fallið frá skerðingu barnabóta og vaxtabætur hækkaðar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá áformum um skerðingu á barnabótum sem lið í aðhaldsaðgerðgum. Því verður sama upphæð til ráðstöfunar og var árið 2009 til að greiða út bætur. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem dreift var á Alþingi í gær fyrir aðra umræðu, er gert ráð fyrir að þessum útjöldum veðri mætt með tekjum af nýju auðlegðargjaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×