Fleiri fréttir

Kennsl borin á manninn á myndinni

Í kjölfar myndbirtingar í fjölmiðlum í morgun hafa lögreglunni borist fullnægjandi upplýsingar um manninn á meðfylgjandi mynd.

Kvörtuðu undan fjarveru stjórnarliða

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu alvarlegar athugasemdir við fjarveru ráðherra og stjórnarliða í umræðum um Icesave í upphafi þingfundar í dag og hvort að ræða eigi um málið á kvöldfundi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því að greidd yrði atkvæði með nafnakalli um hvort að ræða ætti málið fram á kvöld.

Þingmenn ræða um Icesave

Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans heldur áfram á Alþingi í dag. Fjallað var um frumvarpið í fyrradag en þingfundi lauk rétt fyrir miðnætti. Þá voru enn níu þingmenn á mælendaskrá.

Kjötætum bent á að rifa seglin

Þriðjungssamdráttur kjötneyslu stórbætir heilsuna og dregur auk þess úr mengun segja breskir og ástralskir vísindamenn.

Vilja takmarka afgreiðslutíma skemmtistaða í miðborginni

Íbúasamtök miðborgar samþykktu á aðalfundi sínum í gær tillögur er snúa að staðsetningu og afgreiðslutíma áfengisveitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Samtökin vilja að afgreiðslutími allra veitingastaða í miðborginni verði aldrei lengri til klukkan þrjú aðfaranótt laugardaga og sunnudaga.

Ár frá árásunum á Mumbai

Indverjar minnast þess nú að í dag er eitt ár liðið frá því að pakistanskir hryðjuverkamenn réðust á nokkur hótel í borginni Mumbai og urðu tæplega 200 manns að bana.

Tvö ár saklaus í fangelsi

Tuttugu og tveggja ára gömul einstæð móðir frá Rúmeníu, sem setið hefur í fangelsi í Danmörku í tæplega tvö ár fyrir smygl á tíu kílóum af heróíni, hefur verið látinn laus eftir að danskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að þáverandi kærasti hennar hefði laumað efnunum í ferðatösku hennar áður en þau fóru gegnum tollinn og hafi hún ekki haft hugmynd um hvað í töskunni leyndist.

Hálf milljón skilaboða frá 11/9 á Wikileaks

Vefsíðan Wikileaks, sem tekur á móti og birtir gögn sem einhverjir kjósa að leka á vefinn, hefur nú birt um það bil 500.000 skilaboð af ýmsu tagi sem fóru milli tölva og síma 11. september 2001, daginn sem hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á New York og varnarmálaráðuneytið Pentagon.

Blaðamönnum sleppt í Sómalíu

Tveimur blaðamönnum, sem verið hafa í haldi mannræningja í Sómalíu síðan í ágúst 2008, var sleppt úr haldi í gær.

Guðfaðir ruslpóstsins fangelsaður

Bandaríkjamaðurinn Alan Ralsky, sem kallar sig guðföður ruslpóstsins, hefur verið dæmdur í rúmlega fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa, við fjórða mann, sent marga milljarða falsaðra tölvupóstskeyta í þeim tilgangi að hafa áhrif á verðmæti kínverskra verðbréfa á tímabilinu frá janúar 2004 til september 2005.

Neyðarmóttaka verður varin

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í ávarpi á 20 ára afmæli UNIFEM á Íslandi í gær að þrátt fyrir yfirvofandi niðurskurð yrði starfsemi neyðarmóttöku nauðgana á Landspítala varin.

Félitlir Íslendingar hafna skiptinemum

Verra efnahagsástand er helsta orsök þess að verr hefur gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema nú en áður, segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum. „Fólk setur fyrir sig að hafa aukamunn að metta þegar það veit ekki hvort það heldur vinnunni í vetur.“

Metdagur hjá Hjálparstarfinu

Hjálparstarf kirkjunnar úthlutaði 168 matargjöfum í gær, sem er met ef frá er talin aðstoð um hátíðir. Á miðvikudaginn í síðustu viku var 116 gjöfum úthlutað, og þótti það þó mjög mikið, að sögn Vilborgar Oddsdóttur hjá Hjálparstarfinu. Auk þess hafa hátt í sjötíu gjafir verið sendar út á land.

Vatn fossaði úr kannabisverksmiðju

Vatnsleki úr íbúð í Kópavogi í fyrrinótt varð til þess að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann kannabisræktun með ríflega hundrað plöntum. Gríðarlegur vatnsleki var úr íbúðinni sem er í fjölbýlishúsi. Þar sem húsráðandi var ekki heima og ekki hægt að ná í hann til að komast inn í íbúðina var gripið til þess ráðs að kalla til lögreglu. Einnig var slökkviliðið kvatt á staðinn til að dæla vatninu upp.

Íþróttasamband álykti um KSÍ

Femínistafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót fordæma niðurstöðu KSÍ í máli fjármálastjóra félagsins.

Yfirvinna getur híft menn yfir ráðherra

Kjararáð hefur ekki lokið við að endurskoða launakjör í neinum þeirra ríkisstofnana og fyrirtækja sem falla undir úrskurðarvald ráðsins eftir lagabreytingu á Alþingi í sumar. Breytingin var gerð til að hrinda í framkvæmd ákvæði stjórnarsáttmálans að „engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra".

Ísland ekki í áhættuflokk að óbreyttu

Lánshæfismat íslenska ríkisins mun að óbreyttu geta haldist í svokölluðum fjárfestingaflokki hjá matsfyrirtækjunum, og sleppa við að lenda í áhættuflokki versni ástandið ekki. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Grand hóteli í gær.

Piparkökubær endurreistur

Íbúar í Bergen vinna nú hörðum höndum að því að endurreisa piparkökubæinn sem lagður var í rúst aðfaranótt sunnudags. Þrátt fyrir að margir leggi hönd á plóginn er samt ljóst að bærinn verður ekki opnaður nú um helgina heldur í næstu viku.

Stundum allar tegundir mjalta

Yfir helmingur mjólkurkúa eru í svonefndum lausagöngufjósum og hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýrri samantekt sem unnin hefur verið fyrir Landssamband kúabænda (LK). „Kýr í lausagöngu eru að jafnaði afurðahærri en kýr í básafjósum,“ segir á vef LK.

Nóg af síld en hún er torveidd

Skip HB Granda hafa lokið við að veiða þann 4.500 tonna síldarkvóta sem kom í hlut félagsins við ákvörðun sjávarútvegsráðherra á 40 þúsund tonna aflamarki á veiðum á íslensku sumargotssíldinni fyrr í þessum mánuði.

Skerðing á fæðingarorlofi bitnar frekar á körlunum

Fyrirhuguð skerðing á fæðingarorlofsgreiðslum gengur gegn markmiðum laganna um slíkar greiðslur, að mati Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu. Hún bendir á að markmið laganna sé annars vegar að tryggja börnum aðgengi að foreldrum sínum og hins vegar að jafna stöðuna á vinnumarkaði.

Styður ekki ókeypis fréttir

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft hafa upp á síðkastið rætt um samstarf sem felur í sér kaup þess síðarnefnda á kaupum á efni fjölmiðla Murdochs.

12 ára á neyðarmóttöku eftir partí

Allt niður í tólf ára stúlkubörn hafa leitað á neyðarmóttöku fyrir þolendur nauðgana á Landspítala eftir að hafa verið í partíum eða kynnst einhverjum á Netinu. Þetta segir Eyrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri Neyðarmóttökunnar.

Skatttekjur hafa lækkað í kreppunni

Skatttekjur í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) drógust saman í takt við efnahagsþrengingar síðasta árs, samkvæmt nýbirtum tölum.

Fá hvorki jólagjöf né veitingahúsaferð

„Að gefnu tilefni skal á það minnt að stjórnendum vinnustaða Reykjavíkurborgar er óheimilt að verja fjármunum vinnustaða til að bjóða starfsmönnum á jólahlaðborð veitingastaða eða til að kaupa jólagjafir. Hafi slíkt tíðkast áður, ber að láta af þeim sið,“ segir í bréfi til sviðsstjóra og starfsmannastjóra hjá Reykjavíkurborg.

Kveikti í íbúð og setti bíl í sjóinn

Karlmaður um þrítugt hefur verið ákærður fyrir að kveikja í fatahrúgu innan dyra og stökkva síðan út úr bíl sem hann ók að höfninni á Hvammstanga, þannig að bíllinn rann út í sjó.

Sveitarfélög vilja fá endurgreiðslu

Sveitarfélögin fá væntanlega endurgreidda þá hækkun tryggingagjalds sem fellur á þau um áramótin. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sambandið vilji að sveitarfélögin leggi út hækkað gjald en fái hækkunina endurgreidda úr ríkissjóði.

Sjá viðskipavini sem vinahóp

Síminn hóf í gær að bjóða upp á farsímaþjónustuna Ring, sem sérstaklega er gerð með þarfir ungs fólks í huga. „Við lítum ekki á Ring sem hefðbundna farsímaþjónustu heldur stuðning við vinahóp. Notendurnir eru hópur sem talar saman, fer út að borða og í bíó,“ segir Sigurður Hjaltalín Þórisson, vörustjóri Ring hjá Símanum. „Allt er gert svo vinahópurinn geti verið saman.“

Fjöldi á biðlista á Akureyri

Alls eru 26 manns á biðlista á Akureyri eftir búsetu með þjónustu fyrir fatlaða. Þetta kom fram í máli Önnu Maritar Níelsdóttur félagsráðgjafa á fundi félagsmálaráðs Akureyrar.

603,5 milljónir voru greiddar

Kröfur sem lýst var í þrotabú V & Þ hf. (áður Vélar og þjónusta) námu rúmlega 1,3 milljörðum króna. 603,5 milljónir króna fengust upp í kröfur, eða 45,9 prósent.

Segist vera nánast eins og endurfæddur

Rom Houben segist vera nánast eins og endurfæddur, nú þegar hann hefur fengið hjálp við að tjá sig eftir að hafa legið málvana í 23 ár lamaður eftir bílslys. Læknar héldu hann vera í dái allan tímann, þar til einn áttaði sig loks á því að Houben var með fullri meðvitund.

57 milljarðar spöruðust í fyrra

Íslenskt samfélag sparaði sér 57 milljarða króna árið 2008 með því að nýta jarðhita til húshitunar miðað við hvað kostað hefði að kynda hús með olíu. Þetta er niðurstaða útreikninga sem Orkustofnun hefur gert.

Leterme tekur við af Rompuy

Yves Leterme tók í gær við forsætisráðherraembætti Belgíu af Herman Van Rompuy, sem fyrir helgi var valinn í embætti forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.

Kostar þýska ríkið stórútlát

Dómstóll í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi hefur úrskurðað að svonefndur samstöðuskattur, sem Vestur-Þjóðverjar hafa þurft að greiða til að standa straum af uppbyggingu í Austur-Þýskalandi, brjóti í bága við stjórnarskrá landsins.

Mætir á loftslagsráðstefnuna

Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlar að koma við á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn áður en hann heldur til Óslóar að taka við friðarverðlaunum Nóbels.

Undirskrifasöfnun hafin gegn Icesave

InDefence-hópurinn hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem forseta Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er hvattur til þess að synja lögum staðfestingar varðandi Icesave verði þau samþykkt á Alþingi. Undirskriftasöfnunin hófst í kvöld.

Meiri skít á landið, segir landgræðslustjóri

Íslendingar gætu sparað sér tug milljóna króna áburðarkaup á ári með því að nota fremur skít, - öðru nafni lífrænan úrgang. Þetta segir Landgræðslan sem hvetur til þess með ráðstefnu í Gunnarsholti á morgun að landsmenn nýti skítinn betur.

Boðar hert lög gegn umhverfissóðum

Vernd náttúru og umhverfis er aukin til mikilla muna með nýju frumvarpi umhverfisráðherra um ábyrgð þess sem veldur umhverfistjóni frá ákveðinni starfsemi, segir í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Sjá næstu 50 fréttir