Yfirvinna getur híft menn yfir ráðherra 26. nóvember 2009 05:00 Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í gær að endurskoðun á kjörum útvarpsstjóra, forstjóra Landsvirkjunar, seðlabankastjóra, forstjóra Landspítalans og fleiri standi nú yfir á vegum Kjararáðs.Fréttablaðið / vilhelm Kjararáð hefur ekki lokið við að endurskoða launakjör í neinum þeirra ríkisstofnana og fyrirtækja sem falla undir úrskurðarvald ráðsins eftir lagabreytingu á Alþingi í sumar. Breytingin var gerð til að hrinda í framkvæmd ákvæði stjórnarsáttmálans að „engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra". Fram kom hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær að þetta feli í sér að enginn æðstu manna ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja hafi meira en 935.000 krónur í föst dagvinnulaun, nema forseti Íslands. Kjararáð geti þó, eins og áður, ákveðið að greiða aukaeiningar fyrir yfirvinnu og vaktaálag, til viðbótar við föstu dagvinnulaunin. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að flestir hefðu talið að með yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum og við lagabreytingarnar í sumar hefði verið átt við að enginn af embættismönnum eða stjórnendum ríkisfyrirtækja fengi hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Fram kom hjá Jóhönnu að flugmenn Landhelgisgæslunnar séu þeir einu sem taka laun samkvæmt kjarasamningum, sem hafa meira en 935.00 krónur í föst laun fyrir dagvinnu. Aðrir ríkisstarfsmenn, sem ekki eru settir undir Kjararáð, geti einnig haft hærri heildarlaun en forsætisráðherra vegna yfirvinnu, vaktaálags og fleiri greiðslna. Jóhanna sagði Kjararáð vinna að endurskoðun kjaramála þeirra stofnana og stjórnenda sem nýju lögin ná yfir. „Endurskoðun sé „misjafnlega á veg komin" en sé hvergi lokið. „Ég hef alltaf furðað mig á því að jafnaðarmenn allra landa hafi ekki gripið inn í skattfrelsi utanríkisþjónustunnar," sagði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðunum á Alþingi í gær, „og ekki bara skattfrelsi heldur líka dagpeninga og alls konar undanþágur sem menn eru með". Pétur sagði að varpa ætti ljósi á verðmæti lífeyrisréttinda, dagpeninga „en ekki bara líta á einhverja krónutölu, sem laun hæstvirts forsætisráðherra". Jóhanna sagðist undrast ýmis hlunnindi sem starfsmenn utanríkisþjónustunnar njóta en að það sneri að utanríkisráðherra frekar en að sér að skoða það mál og hafa á því skoðun. peturg@frettabaldid.is Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Kjararáð hefur ekki lokið við að endurskoða launakjör í neinum þeirra ríkisstofnana og fyrirtækja sem falla undir úrskurðarvald ráðsins eftir lagabreytingu á Alþingi í sumar. Breytingin var gerð til að hrinda í framkvæmd ákvæði stjórnarsáttmálans að „engin ríkislaun verði hærri en laun forsætisráðherra". Fram kom hjá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær að þetta feli í sér að enginn æðstu manna ríkisins, stofnana þess og fyrirtækja hafi meira en 935.000 krónur í föst dagvinnulaun, nema forseti Íslands. Kjararáð geti þó, eins og áður, ákveðið að greiða aukaeiningar fyrir yfirvinnu og vaktaálag, til viðbótar við föstu dagvinnulaunin. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að flestir hefðu talið að með yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum og við lagabreytingarnar í sumar hefði verið átt við að enginn af embættismönnum eða stjórnendum ríkisfyrirtækja fengi hærri heildarlaun en forsætisráðherra. Fram kom hjá Jóhönnu að flugmenn Landhelgisgæslunnar séu þeir einu sem taka laun samkvæmt kjarasamningum, sem hafa meira en 935.00 krónur í föst laun fyrir dagvinnu. Aðrir ríkisstarfsmenn, sem ekki eru settir undir Kjararáð, geti einnig haft hærri heildarlaun en forsætisráðherra vegna yfirvinnu, vaktaálags og fleiri greiðslna. Jóhanna sagði Kjararáð vinna að endurskoðun kjaramála þeirra stofnana og stjórnenda sem nýju lögin ná yfir. „Endurskoðun sé „misjafnlega á veg komin" en sé hvergi lokið. „Ég hef alltaf furðað mig á því að jafnaðarmenn allra landa hafi ekki gripið inn í skattfrelsi utanríkisþjónustunnar," sagði Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðunum á Alþingi í gær, „og ekki bara skattfrelsi heldur líka dagpeninga og alls konar undanþágur sem menn eru með". Pétur sagði að varpa ætti ljósi á verðmæti lífeyrisréttinda, dagpeninga „en ekki bara líta á einhverja krónutölu, sem laun hæstvirts forsætisráðherra". Jóhanna sagðist undrast ýmis hlunnindi sem starfsmenn utanríkisþjónustunnar njóta en að það sneri að utanríkisráðherra frekar en að sér að skoða það mál og hafa á því skoðun. peturg@frettabaldid.is
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira