Félitlir Íslendingar hafna skiptinemum 26. nóvember 2009 06:00 Kreppa. Verra efnahagsástand er helsta orsök þess að verr hefur gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema nú en áður, segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum. „Fólk setur fyrir sig að hafa aukamunn að metta þegar það veit ekki hvort það heldur vinnunni í vetur." Guðrún segir að þrátt fyrir að skiptinemum sem teknir voru til Íslands í ár hafi verið fækkað um fimm síðan í fyrra þá hafi ekki verið búið að útvega tíu þeirra fjölskyldur þegar nemarnir komu til landsins í ágúst. „Við tókum 41 skiptinema til landsins í ár en 46 í fyrra. Af þeim tíu sem ekki höfðu fjölskyldur eru sex komnir með fósturfjölskyldur í dag en fjórir hafa verið flakkandi á milli fjölskyldna síðan í ágúst, verið eina til tvær vikur á hverjum stað. Þetta tekur auðvitað á, þau eru misvel undirbúin undir það að lenda í þessum aðstæðum. Og þetta gerir aðlögunarferlið að nýju landi auðvitað miklu erfiðara. Og nú nálgast jólin og þá fara tárin að streyma," segir Guðrún. Skiptinemarnir fá sjálfir vasapening frá AFS þannig að fósturfjölskylda ber ekki af þeim neinn kostnað fyrir utan matinn og það er ekki ætlast til þess að þeir fái sérherbergi. Fulltrúar AFS skoða þó aðstæður áður en fósturfjölskylda er samþykkt. Guðrún segir skiptinemana eiga að vera hluta af fjölskyldunni og taka þátt í daglegu lífi hennar og sinna heimilisstörfum á við aðra fjölskyldumeðlimi. „Krakkarnir sem ekki eru komnir með fjölskyldu eru allir mjög fínir, þeir eru í framhaldsskóla eins og vera ber en það er auðvitað ekkert mál fyrir þá að skipta um skóla og fara í nýjan nálægt nýrri fósturfjölskyldu því misserinu er að ljúka," segir Guðrún. Krakkarnir sem komu til Íslands í ágúst eru frá átján löndum, flest frá Evrópu en líka frá Venesúela, Bandaríkjunum og Grænlandi svo dæmi séu tekin. Þau eru á aldrinum sextán til nítján ára. Guðrún segir yfirleitt taka skiptinema nokkrar og upp í átta vikur að aðlagast nýju landi. Tengslin á milli skiptinema og fósturfjölskyldu verði oft sterk og haldist jafnvel á milli kynslóða. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Verra efnahagsástand er helsta orsök þess að verr hefur gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema nú en áður, segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum. „Fólk setur fyrir sig að hafa aukamunn að metta þegar það veit ekki hvort það heldur vinnunni í vetur." Guðrún segir að þrátt fyrir að skiptinemum sem teknir voru til Íslands í ár hafi verið fækkað um fimm síðan í fyrra þá hafi ekki verið búið að útvega tíu þeirra fjölskyldur þegar nemarnir komu til landsins í ágúst. „Við tókum 41 skiptinema til landsins í ár en 46 í fyrra. Af þeim tíu sem ekki höfðu fjölskyldur eru sex komnir með fósturfjölskyldur í dag en fjórir hafa verið flakkandi á milli fjölskyldna síðan í ágúst, verið eina til tvær vikur á hverjum stað. Þetta tekur auðvitað á, þau eru misvel undirbúin undir það að lenda í þessum aðstæðum. Og þetta gerir aðlögunarferlið að nýju landi auðvitað miklu erfiðara. Og nú nálgast jólin og þá fara tárin að streyma," segir Guðrún. Skiptinemarnir fá sjálfir vasapening frá AFS þannig að fósturfjölskylda ber ekki af þeim neinn kostnað fyrir utan matinn og það er ekki ætlast til þess að þeir fái sérherbergi. Fulltrúar AFS skoða þó aðstæður áður en fósturfjölskylda er samþykkt. Guðrún segir skiptinemana eiga að vera hluta af fjölskyldunni og taka þátt í daglegu lífi hennar og sinna heimilisstörfum á við aðra fjölskyldumeðlimi. „Krakkarnir sem ekki eru komnir með fjölskyldu eru allir mjög fínir, þeir eru í framhaldsskóla eins og vera ber en það er auðvitað ekkert mál fyrir þá að skipta um skóla og fara í nýjan nálægt nýrri fósturfjölskyldu því misserinu er að ljúka," segir Guðrún. Krakkarnir sem komu til Íslands í ágúst eru frá átján löndum, flest frá Evrópu en líka frá Venesúela, Bandaríkjunum og Grænlandi svo dæmi séu tekin. Þau eru á aldrinum sextán til nítján ára. Guðrún segir yfirleitt taka skiptinema nokkrar og upp í átta vikur að aðlagast nýju landi. Tengslin á milli skiptinema og fósturfjölskyldu verði oft sterk og haldist jafnvel á milli kynslóða. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira