Meiri skít á landið, segir landgræðslustjóri Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2009 19:00 Íslendingar gætu sparað sér tug milljóna króna áburðarkaup á ári með því að nota fremur skít, - öðru nafni lífrænan úrgang. Þetta segir Landgræðslan sem hvetur til þess með ráðstefnu í Gunnarsholti á morgun að landsmenn nýti skítinn betur.Skítadreifari sem úðar kúamykju yfir Landeyjasand er dæmi um hvernig lífrænn úrgangur er notaður til að bæta landið. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir að gríðarlegt magn af lífrænum áburði falli til hérlendis sem Íslendingar hafi alls ekki nýtt sem skyldi.Landgræðslan vekur athygli á þessu með málþingi í Gunnarsholti á morgun. Fuglager við frárennsli sláturhúss bendir til að þar séu lífræn efni á leið í hafið. Landgræðslustjóri segir að mikið af verðmætum áburðarefnum, sem falli til við matvælavinnslu, bæði fiskvinnslu og kjötframleiðslu, hafi til þessa verið urðuð eða fleygt í sjóinn. Það sé siðferðileg skylda Íslendinga gagnvart umhverfinu að nýta úrganginn betur."Nú eru breyttir tímar og okkur ber að nýta þetta. Þetta eru verðmæt áburðarefni og landið okkar þarf svo sannarlega að fá þennan lífræna úrgang," segir Sveinn.Á heimilum landsins gætu menn einnig spurt sig hvort mikið af því sem fer í ruslapokana ætti ekki fremur að fara í jarðgerðartunnu. Sveinn segir að bæði þurfi hugarfarsbreytingu en einnig tæknilegar úrlausnir. Hér sjáum við sláturúrgang tættan niður, honum blandað saman við trjákurl og annan úrgang, og úr verður úrvals gróðurmold. Þetta snýst líka um beinharða peninga sem samfélagið munar um."Við erum að tala um tugi milljóna króna sem þetta gæti sparað í innflutningi á tilbúnum áburði," segir landgræðslustjóri. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Íslendingar gætu sparað sér tug milljóna króna áburðarkaup á ári með því að nota fremur skít, - öðru nafni lífrænan úrgang. Þetta segir Landgræðslan sem hvetur til þess með ráðstefnu í Gunnarsholti á morgun að landsmenn nýti skítinn betur.Skítadreifari sem úðar kúamykju yfir Landeyjasand er dæmi um hvernig lífrænn úrgangur er notaður til að bæta landið. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir að gríðarlegt magn af lífrænum áburði falli til hérlendis sem Íslendingar hafi alls ekki nýtt sem skyldi.Landgræðslan vekur athygli á þessu með málþingi í Gunnarsholti á morgun. Fuglager við frárennsli sláturhúss bendir til að þar séu lífræn efni á leið í hafið. Landgræðslustjóri segir að mikið af verðmætum áburðarefnum, sem falli til við matvælavinnslu, bæði fiskvinnslu og kjötframleiðslu, hafi til þessa verið urðuð eða fleygt í sjóinn. Það sé siðferðileg skylda Íslendinga gagnvart umhverfinu að nýta úrganginn betur."Nú eru breyttir tímar og okkur ber að nýta þetta. Þetta eru verðmæt áburðarefni og landið okkar þarf svo sannarlega að fá þennan lífræna úrgang," segir Sveinn.Á heimilum landsins gætu menn einnig spurt sig hvort mikið af því sem fer í ruslapokana ætti ekki fremur að fara í jarðgerðartunnu. Sveinn segir að bæði þurfi hugarfarsbreytingu en einnig tæknilegar úrlausnir. Hér sjáum við sláturúrgang tættan niður, honum blandað saman við trjákurl og annan úrgang, og úr verður úrvals gróðurmold. Þetta snýst líka um beinharða peninga sem samfélagið munar um."Við erum að tala um tugi milljóna króna sem þetta gæti sparað í innflutningi á tilbúnum áburði," segir landgræðslustjóri.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent