Kvörtuðu undan fjarveru stjórnarliða 26. nóvember 2009 10:38 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu alvarlegar athugasemdir við fjarveru ráðherra og stjórnarliða í umræðum um Icesave í upphafi þingfundar í dag og hvort að ræða ætti um málið á kvöldfundi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því að greidd yrði atkvæði með nafnakalli um hvort að ræða ætti málið fram á kvöld. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kvartaði undan samráðsleysi og óskaði eftir því að þingflokksformannafundur yrði haldinn. „Það er ekkert sem liggur á að fara þessa leið." Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagðist hafa áhyggjur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þeir væru greinilega úrvinda og afar þreyttir og gætu því eðlilega ekki tekið þátt í umræðum á kvöldfundum. „Þetta gengur ekki lengur," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Ríkisstjórnin hefði engan áhuga á að heyra hvað stjórnarandstaðan hafi um málið að segja. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði fyrri beiðni sína um að umræðum um Icesave frumvarpið verði útvarpað svo allir landsmenn gæti fylgst með. „Það er ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki komið sjónarmiðum sínum á framfæri," sagði Össur Skarphéðinsson. „Þetta er nefnilega ekki spurning um fjölda heldur gæði háttvirtur þingmaður," sagði Össur og vísaði til ummæla Eyglóar sem benti á að fjórir þingmenn VG og átta þingmenn Samfylkingar hefðu tekið þátt í umræðum um Icesave í haust. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gerðu alvarlegar athugasemdir við fjarveru ráðherra og stjórnarliða í umræðum um Icesave í upphafi þingfundar í dag og hvort að ræða ætti um málið á kvöldfundi. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði ríkisstjórnina hafa komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir því að greidd yrði atkvæði með nafnakalli um hvort að ræða ætti málið fram á kvöld. Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, kvartaði undan samráðsleysi og óskaði eftir því að þingflokksformannafundur yrði haldinn. „Það er ekkert sem liggur á að fara þessa leið." Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagðist hafa áhyggjur af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Þeir væru greinilega úrvinda og afar þreyttir og gætu því eðlilega ekki tekið þátt í umræðum á kvöldfundum. „Þetta gengur ekki lengur," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Ríkisstjórnin hefði engan áhuga á að heyra hvað stjórnarandstaðan hafi um málið að segja. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði fyrri beiðni sína um að umræðum um Icesave frumvarpið verði útvarpað svo allir landsmenn gæti fylgst með. „Það er ekki hægt að halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki komið sjónarmiðum sínum á framfæri," sagði Össur Skarphéðinsson. „Þetta er nefnilega ekki spurning um fjölda heldur gæði háttvirtur þingmaður," sagði Össur og vísaði til ummæla Eyglóar sem benti á að fjórir þingmenn VG og átta þingmenn Samfylkingar hefðu tekið þátt í umræðum um Icesave í haust.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira