Innlent

Götum lokað vegna forgangsaksturs sjúkrabíls

Lögreglan lokaði götum sem lágu að Landspítalanum svo sjúkrabíll í forgangsakstri kæmist leiða sinna klukkan rúmlega átta í kvöld.

Þegar haft var samband við vaktstjóra lögreglunnar sagði hann að það væri alvanalegt að lögreglan greiddi leið sjúkrabifreiða með slíkum hætti ef um alvarleg veikindi væri að ræða og mikið lægi við.

Engar upplýsingar fengust um ástand farþega sjúkrabílsins en forgangsaksturinn gekk vel að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×