Fleiri fréttir

Afstaða borgarinnar er skýr

„Ég get lítið annað sagt um þetta mál en að fyrir liggur skýr afstaða borgaryfirvalda um að alhliða samgöngumiðstöð rísi við Hlíðarfótinn. Það kemur fram í minnisblaði sem Reykjavíkurborg og ríkisvaldið undirrituðu í apríl,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um hugmyndir um að reist verði ný flugstöð í stað samgöngumiðstöðvar.

Veittu 12.600 milljarða leynilán

Seðlabanki Englands veitti tveimur bönkum 62 milljarða punda leynilegt lán þegar bankakreppan skall á haustið 2008. Þetta kom fram í máli Mervins King seðlabankastjóra sem í gær sat fyrir svörum breskrar þingnefndar.

Tveir yfirmenn voru líflátnir

Tveir menn voru líflátnir í Kína í gær vegna framleiðslu og sölu á eitruðu mjólkurdufti, sem kostaði að minnsta kosti sex börn lífið síðastliðið vor. Talið er að meira en 300 þúsund manns hafi veikst eftir að hafa neytt mjólkurduftsins. Í duftinu var efni sem getur valdið nýrnabilun og nýrnasteinum. Efninu var bætt út í til þess að leyna því að mjólkin hafði verið útþynnt með vatni.

Sýknaður af morðákæru

Tæplega sextugur Breti, Brian Thomas að nafni, var fyrir helgi sýknaður af morðákæru vegna dauða eiginkonu hans, þrátt fyrir að hafa orðið henni að bana í júlí 2008.

Traðkað á Arion-merkinu í Landsbankanum

Merki Arion banka, áður Nýja-Kaupþings, virðist hafa verið tekið upp úr gólfi aðalútibús Landsbankans. Guðjón Samúelsson, arkitekt og fyrrum húsameistari ríkisins, teiknaði húsið. Lillý Valgerður Pétursdóttir veit meira um málið.

Flóttamaður í felum birtist á Youtube

Flóttamaður frá Sierra Leone sem fór í felur eftir að vísa átti honum úr landi sendir ákall til stjórnvalda á Youtube í dag.Vinur mannsins segir hann ekki ætla að koma úr felum fyrr en mál hans verði tekið fyrir. Maðurinn er eftirlýstur.

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar

Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Samfylkingin býður fram á Seltjarnarnesi

Á aðalfundi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, sem haldinn var mánudagskvöldið 23. nóvember, var samþykkt að flokkurinn bjóði fram í eigin nafni á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 29. maí 2010. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Aldraður ökumaður fundinn

Bifreiðin ZFZ 36 sem lögreglan leitaði í dag er komin fram ásamt ökumanni hennar og ekkert amaði að honum. Bílnum ók 86 ára gamall maður sem ætlaði upp á Kjalarnes úr miðbænum klukkan hálftíu í morgun.

Húsleitin snýr ekki að bankanum eða starfsmönnum

Samkvæmt upplýsingum MP banka snýr húsleit embættis sérstaks saksóknara í bankanum í dag að ákveðnum viðskiptavinum bankans en ekki að bankanum sjálfum eða starfsmönnum hans. Bankinn hefur veitt allar umbeðnar upplýsingar og mun aðstoða embætti sérstaks saksóknara eftir föngum, að fram kemur í tilkynningu frá bankanum.

Tugir manna yfirheyrðir í máli Baldurs

Um tugur manna hefur verið yfirheyrður í tengslum við rannsókn sérstaks saksóknara í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara, þar sem gagnrýni Karls Axelssonar, lögmanns Baldurs, er vísað á bug.

Lögregla lýsir eftir bíl og ökumanni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bifreiðinni ZFZ-36 sem er Volkswagen Golf ljósgrár. Bílnum ekur 86 ára gamall maður sem ætlaði upp á Kjalarnes úr miðbænum klukkan hálftíu í morgun, en ekkert hefur spurst um hann síðan þá.

Loksins fann hann pabba

Matthew Roberts eyddi mörgum árum í að hafa upp á blóðföður sínum en hann var ættleiddur árið 1968. Roberts er nú fjörutíu og eins árs gamall og starfar sem plötusnúður í Los Angeles.

Við skulum geyma tengdó yfir jólin

Holiday Inn hótelkeðjan í Bretlandi býður fjölskyldum sérstakan afslátt fyrir tengdamæður yfir jól og áramót, til þess að fjölskyldumeðlimir geti fengið smá frí hver frá öðrum.

Árni Páll vissi ekki af 230 milljóna króna kröfu

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, vissi ekki að Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum sem nú starfar hjá félagsmálaráðuneytinu, myndi gera 230 milljóna króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Sjálfur sagðist hann í umræðum á Alþingi í dag mundi ekki hafa gert samskonar kröfu í sporum Yngva.

Ummæli Jóhönnu mistúlkuð

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði í umræðum á Alþingi í dag að ekki væri nein ástæða til að hafa áhyggjur af ummæli forsætisráðherra um stóriðjumálin á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Orð hennar hafi verið mistúlkuð.

25 vilja stýra menntamálaráðuneytinu

Mennta- og menningarmálaráðuneytinu bárust 25 umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra í ráðuneytinu, en umsóknarfrestur rann út 20. nóvember. Þrettán konur og tólf karlar sótt um stöðuna. Baldur Guðlaugsson lét af embætti ráðuneytisstjóra 23. október.

Sektaður fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára gamalli stúlku. Maðurinn var 19 ára þegar fyrstu brotin áttu sér stað. Hann hafði samræði við stúlkuna sex sinnum á árunum 1994 og 1995.

Svandís hefur engar skýringar fengið frá Jóhönnu

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur ekki fengið skýringar frá forsætisráðherra á ummælum hennar um stóriðjumálin á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Umhverfisráðherra á erfitt með að tjá sig um málið þar sem hún gæti átt eftir að úrskurða í því.

Hentu Molotov kokteil í upplýsingaskilti fyrir ferðamenn

Kveikt var í upplýsingaskilti fyrir ferðamenn við útsýnispallinn í hlíðum Eldfells í Vestmannaeyjum síðastliðið sunnudagskvöld. Við rannsókn lögreglu bárust böndin fljótlega að þremur mönnum um tvítugt sem höfðu keypt bensín fyrr um kvöldið á bensínstöð í bæjarfélaginu.

Nýjum aðilum veittur forkaupsréttur á 1998

Verið er að selja nýjum aðilum 1998 móðurfélag Haga og þeim veittur forkaupsréttur segir lögmaður Þjóðarhags. Hann segist hafa áhyggjur af því að bankarnir fari á hliðina á ný með svona vinnubrögðum.

Svandís á erfitt með að tjá sig um Suðvesturlínu vegna stöðu sinnar

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ekki fengið skýringar frá forsætisráðherra á ummælum hennar um stóriðjumálin á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Umhverfisráðherra á erfitt með að tjá sig um málið þar sem hún gæti átt eftir að úrskurða í því.

Björn: Jólagróðinn notaður til að borga Arion

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir eðlilegt að athygli fólks beinist að því hvort að Arion banki, áður Kaupþing, ætli að endurreisa Baugsveldið með samningum við 1998, móðurfélag Haga. Hann segir fyrirtækið geta nýtt fé úr jólavertíðinni í fjárhagslegri endurskipulagningu sinni.

Fundu kíló af marijúana í gær

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald rúmt kíló af marijúna í gær. Við húsleit í íbúð í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið fundust 700 grömm af marijúana og 20 kannabisplöntur. Af ummerkjum mátti ráða að nýbúið var að klippa ræktunina niður en megnið af fíkniefnunum voru í þurrkun. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu. Sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Passið ykkur á Obama

Óteljandi vopnaðir lögreglumenn og öryggisverðir munu gæta Baracks Obama forseta Bandaríkjanna þegar hann kemur til Oslóar í desember til þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels.

Niðurskurður meirihlutans mun reynast kostnaðarsamur til framtíðar

Engin merki eru um að aðrir geti náð hagræðingu sem borgin getur ekki án þess að það komi einhvers staðar niður. Þetta kemur fram í bókun Drífu Snædal, fulltrúa VG í velferðarráði Reykjavíkurborgar, um fjárhagsáætlun fyrir velferðarsvið. Hún telur að niðurskurður meirihlutans muni reynast kostnaðarsamur til framtíðar.

Sjö óku undir áhrifum fíkniefna

Um helgina voru sjö ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru fimm karlar á aldrinum 17 til 22 ára og tvær konur, 19 og 22 ára. Fjórir þessara ökumanna voru stöðvaðir í Hafnarfirði, tveir í Reykjavík og einn í Kópavogi.

Umræðu um Icesave framhaldið

Annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave reikninga Landsbankans verður framhaldið á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er lagt til að gerðar verði breytingar á lögum og fyrirvörum sem samþykkt voru í sumar.

Gerendur mansals víða að finna

Mansalsmálið sem upp kom í síðasta mánuði er mjög gróf birtingarmynd mansals og hefur rannsókn þess varpað ljósi á hversu viðamikil starfsemi skipulagðra hópa er hér á landi. Þetta segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, mannfræðingur hjá Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands. Hún fullyrðir að gerendur mansals sé að finna alls staðar í samfélaginu.

Lögmanni Baldurs ofbýður vinnubrögð sérstaks saksóknara

Karl Axelsson, lögmaður Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, skrifar í dag opið bréf til Ólafs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Bréfið er birt í Morgunblaðinu og segir Karl að sér ofbjóði sú meðferð sem Baldur hefur verið látinn sæta undanfarið en hann er grunaður um að hafa brotið lög um innherjaviðskipti þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum rétt fyrir hrun.

Eintak af bók Lewis Carroll boðið upp

Eintak af bók breska rithöfundarins Lewis Carroll, Gegnum spegilinn, sem var framhaldið af bók hans um Lísu í Undralandi, verður seld á uppboði í Los Angeles í desember.

Lést í Noregi

Íslendingurinn sem fannst látinn í stöðuvatni í Noregi í gær hét Karl Karlsson. Mikil leit var gerð að Karli um helgina eftir að honum hafði verið vísað út úr rútu í bænum Noresund í Hallingsdal. Karl var 48 ára gamall og lætur hann eftir sig norska sambýliskonu og tvö börn.

Bjóða Ísraelsmönnum F-35 á hebresku

Bandaríkjamenn hafa boðið Ísraelsher til sölu glænýjar F-35 orrustuþotur sem tilbúnar verði til afhendingar árið 2015, meira að segja með öllum kerfum og stjórntækjum á hebresku.

Bresk lögregla beitir gömlum hegningarlögum

Bresk lögregla beitir nú fyrir sig 300 ára gamalli löggjöf um samverknað til að koma lögum yfir og ákæra félaga í glæpaklíkum sem eru viðstaddir þegar alvarleg ofbeldisverk eru framin án þess að taka beinan þátt í þeim.

Innbrotsþjófar staðnir að verki

Tveir menn voru handteknir rétt fyrir klukkan fimm í morgun þar sem þeir voru að reyna að brjótast inn í tölvuverslun í borginni. Lögregla kom á staðinn og hafði hendur í hári þeirra áður en þeir komust í burtu og dvelja þeir nú í fangageymslum. Þeir verða yfirheyrðir síðar en mennirnir munu hafa komið áður við sögu í svipuðum málum. Þá var einn ökumaður stöðvaður af lögreglunni á Suðurnesjum grunaður um fíkniefnaakstur.

Sjá næstu 50 fréttir