Innlent

Björn: Jólagróðinn notaður til að borga Arion

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir eðlilegt að athygli fólks beinist að því hvort að Arion banki, áður Kaupþing, ætli að endurreisa Baugsveldið með samningum við 1998, móðurfélag Haga. Hann segir fyrirtækið geta nýtt fé úr jólavertíðinni í fjárhagslegri endurskipulagningu sinni.

„Arionbanki tekur sér frest fram í janúar til að kanna áreiðanleika viðmælenda sinna. Líklega veitir ekki af tímanum til að átta sig á milljarða, tug milljarða eða hundruð milljarða skuldum þeirra í bankakerfinu," segir Björn í pistli á heimasíðu sinni.

Þá bendir Björn á fyrirtækið hafi mikið fé á milli handanna eftir komandi jólavertíð. „Hitt er einnig íhugunarefni, að 1998/Hagar hafa mikið af haldbæru fé milli handanna eftir jólavertíðina. Fyrirtækið getur notað það til að borga Arion fyrstu greiðslur og haldið síðan áfram að velta skuldabagganum á undan sér eins og áður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×