Erlent

Eintak af bók Lewis Carroll boðið upp

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lewis Carroll/Charles Dodgson.
Lewis Carroll/Charles Dodgson.

Eintak af bók breska rithöfundarins Lewis Carroll, Gegnum spegilinn, sem var framhaldið af bók hans um Lísu í Undralandi, verður seld á uppboði í Los Angeles í desember. Um er að ræða eintak sem var í eigu bresku stúlkunnar Alice Liddell en hún var fyrirmynd Carroll að Lísu. Lewis Carroll var reyndar í raun stærðfræðiprófessorinn og heimspekingurinn Charles Dodgson við Oxford-háskóla en Alice var nágranni hans og sagði hann henni gjarnan ævintýrasögur sem síðar urðu að bókum hans. Búist er við að allt að 150.000 dollarar fáist fyrir bókina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×