Innlent

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar

Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að þá verði bæturnar aldrei hærri en 75 prósent af af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80 prósenta áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Þá má reikna með að verðbætur verði teknar af ýmsum bótum í almannatryggingakerfinu til að spara í ráðuneytinu endanleg útfærsla á frumvörpum þar að lútandi liggur ekki fyrir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×