Innlent

Rafbúnaði í leikskólum víða ábótavant

Raflögnum og rafbúnaði í leikskólum er víða ábótavant samkvæmt úttekt sem Brunamálastofnun framkvæmdi á annað hundrað leikskólum.

Brunamálastofnun hefur síðastliðin ár látið skoða raflagnir á leikskólum víðsvegar um landið. Tilgangurinn var að fá sem gleggsta mynd af ástandi raflagna og rafbúnaðar á leikskólum.

Úttekt Brunamálastofnunar leiddi í ljós að þessum málum er víða ábótavant á leikskólum. Þannig voru gerðar athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflu í 58% tilvika, við tengla í 41% tilvika og við töfluskápa í 38% tilvika.

Brunamálastofnun segir gamlan og bilaðann rafbúnað svo og aðgæsluleysi fólks helstu orksakir rafmangsbruna. Eigendur og umráðamenn leikskóla beri ábyrgð á ástandi rafbúnaðar sem þar er notaður. Þess vegna sé brýnt að löggiltur rafverktaki yfirfari raflagnir og rafbúnað í leikskólum til öryggi nemenda og starfsfólks sé tryggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×