Erlent

Passið ykkur á Obama

Óli Tynes skrifar
Leyniþjónustumennirnir sem fylgja Obama eru snöggir með hólkana.
Leyniþjónustumennirnir sem fylgja Obama eru snöggir með hólkana.

Óteljandi vopnaðir lögreglumenn og öryggisverðir munu gæta Baracks Obama forseta Bandaríkjanna þegar hann kemur til Oslóar í desember til þess að taka við friðarverðlaunum Nóbels.

Norska lögreglan hefur beðið almenning um að auðvelda sér starfið, sérstaklega þá sem eiga heima í grennd við staði sem forsetinn mun heimsækja.

Fólki er til dæmis ráðlagt að hafa gardínur vel dregnar frá gluggum og ljósin kveikt í herbergjum sem snúa út á götuna allan sólarhringinn.

Og ekki.....alls ekki stinga myndavél með langri aðdráttarlinsu út um gluggann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×