Innlent

Svandís á erfitt með að tjá sig um Suðvesturlínu vegna stöðu sinnar

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. MYND/GVA

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ekki fengið skýringar frá forsætisráðherra á ummælum hennar um stóriðjumálin á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina. Umhverfisráðherra á erfitt með að tjá sig um málið þar sem hún gæti átt eftir að úrskurða í því.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina að hún væri sannfærð um að hægt væri að hefja framkvæmdir við álver í Helguvík í vor og að hindrunum yrði ýtt úr vegi vegna lagningar suðvesturlínu í tengslum við álverið.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði við fréttamann okkar um helgina að Jóhanna yrði að skýra þessi ummæli sín nánar. Að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi sagði Svandís að þetta mál hefði ekki verið þar til umræðu. Hins vegar ætti hún erfitt með að tjá sig um málið í ljósi þess að hún gæti átt eftir að úrskurða í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×