Innlent

Fundu kíló af marijúana í gær

Kannabisplöntur. Frá aðgerðum lögreglum í lok mars fyrr á þessu ári.
Kannabisplöntur. Frá aðgerðum lögreglum í lok mars fyrr á þessu ári. Mynd/Stefán Karlsson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald rúmt kíló af marijúna í gær. Við húsleit í íbúð í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið fundust 700 grömm af marijúana og 20 kannabisplöntur. Af ummerkjum mátti ráða að nýbúið var að klippa ræktunina niður en megnið af fíkniefnunum voru í þurrkun. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu. Sá hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

Þá stöðvaði lögreglan kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í miðborginni síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 80 kannabisplöntur en helmingur þeirra var á lokastigi ræktunar. Á sama stað var einnig lagt hald á 300 grömm af marijúana. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu. Sá hefur einnig komið áður við sögu hjá lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×