Erlent

Þrjúhundruð þúsund dýrum slátrað á trúarhátíð

Óli Tynes skrifar
Dýrin eru drepin með því að höggva af þeim hausinn.
Dýrin eru drepin með því að höggva af þeim hausinn.

Dýravinir og samtök hafa fordæmt fórnarhátíð í Nepal þar sem yfir 300 þúsund dýrum verður slátrað til dýrðar gyðjunni Gadhimai. Dýrin eru drepin með því að höggva af þeim hausinn.

Gadhimai er gyðja máttar samkvæmt trú hindúa. Fórnarhátíðin er haldin á fimm ára fresti og er þá slátrað uxum, fuglum, geitum, kindum, svínum og rottum. Búist er við að yfir milljón manna taki þátt í fórnarhátíðinni.

Meðal þeirra sem hafa mótmælt hátíðinni er leikkonan Brigitte Bardot. Í bréfi til forseta Nepals segir hún að drukknir menn höggvi þar hausana af þúsundum skelfingu lostinna uxa.

Stjórnvöld í Nepal segja hinsvegar að haldið verði í þessa aldagömlu hefð og að vopnaðir lögreglumenn muni halda friðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×