Innlent

Um 5 starfsdagar á skólaári grunnskólanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skólastofa. Mynd/ GVA.
Skólastofa. Mynd/ GVA.
Vinnudagar kennara án barna, svokallaðir starfsdagar, voru að meðaltali 12,9 á síðastliðnu skólaári, samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Að meðaltali voru 4,9 starfsdagar teknir á starfstíma skóla og 8 dagar utan starfstíma skóla, svokallaðir skipulagsdagar að hausti og vori.

Vinnudagar grunnskólakennara voru að meðaltali 179 talsins með nemendum og 13 starfsdagar, eða 192 vinnudagar alls. Þetta er óbreyttur fjöldi frá síðastliðnu skólaári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×