Innlent

Boðaðar skattahækkanir ganga ekki upp

Skattahækkanir sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu ganga ekki upp að mati þingmanns stjórnarandstöðunnar.

Fjárlaganefnd Alþingis var kynnt fjárlagafrumvarpið í dag. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir frumvarpið sýna að ríkisstjórnin hafi ekki ráðið við ríkisfjármálin á þessu ári. Kristján segir hallann sem áætlaðan var í fjárlögum ársins 2009 vera umtalsvert meiri. Viðfangssefnið verði þar með meira og að stjórn þessara mála verði erfiðari.

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, segir gert ráð fyrir alltof hröðum niðurskurði. Frumvarpið sé beinlínis sniðið að hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og að alltof bratt sé skorið niður. Það verði að gefa lengri tíma en þrjú ár til að koma jafnvægi á.

Þingmennirnir hafa áhyggjur af áhrifum skattahækkana og niðurskurðar á almenning. Þór segir ljóst að almenningur horfi fram á stórskaða í heilbrigðisþjónustunni. Margt eigi jafnframt eftir að versna í menntamálum og velferðarmálum. Það séu þau svið sem hvað síst megi við niðurskurði í ástandi eins og nú.

Kristján Þór segist ekki sjá hvernig gangi upp, með góðu móti, að hækka beina og óbeina skatta á almenning í landinu um 45 milljarða. Þar sem gera eigi það á sama tíma og efnahagslegar forsendur frumvarpsins gera ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna dragist saman um 11%






Tengdar fréttir

Niðurskurður og skattahækkanir einkunnarorð ársins 2010

Hærri skattar á einstaklinga eiga að skila ríkissjóði tæpum 37 milljörðum króna á næsta ári. Áfengis- og bensingjöld verða hækkuð en framlög til vegaframkvæmda verða lækkuð um tæpa 9 milljarða. Gert er ráð fyrir því að kaupmáttur launa dragist saman um rúmlega 11% á næsta ári.

Fjárlögin: Skatttekjur aukast um 63 milljarða

Samkvæmt fjárlögum fyrir 2010 er gert ráð fyrir að beinir og óbeinir skattar muni aukast um rúmlega 63 milljarða kr. frá árinu í ár. Þar af mun aukning á beinum sköttum verða 37,6 milljarðar og á óbeinum sköttum 25,5 milljörðum kr.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×