Innlent

Guðfríður Lilja sagði nei takk

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG hafnaði boði Steingríms J. Sigfússonar um að taka við ráðherraembætti af Ögmundi Jónassyni sem sagði af sér í gær. Álfheiður Ingadóttir mun taka við embættinu. Eftir þingflokksfund VG sem stóð fram á nótt sagði Steingrímur J. Sigfússon að margir fleiri hafi komið til greina ekki síst Guðfríður Lilja, hefði hún viljað taka embættið að sér.

Hún vildi það hins vegar ekki og tilgreindi sömu ástæður og Ögmundur notaði fyrir afsögn sinni. Ögmundur sagði af sér svo ríkisstjórnin gæti talað einum rómi í Icesave-málinu.

Atli Gíslason þingmaður VG sagði í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun að Guðfríður hafi neitað að taka við embættinu. „Guðfríður Lilja var fyrsti kostur og hún hafnaði því á þeim forsendum að hún gæti ekki tekið sæti í ríkisstjórninni af nákvæmlega sömu ástæðum og Ögmundur tilkynnti fyrir afsögn sinni."



Hér má nálgast viðtalið við Atla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×