Innlent

Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds í smyglmáli

Lögreglan hefur krafist áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fjórum karlmönnum sem grunaðir eru um að hafa staðið að innfluttningi á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Karl Steinar Valsson yfirmaður fíkniefnadeildar segir að úrskurðar dómara sé að vænta síðar í dag. Fimmti maðurinn hefur þegar verið úrskurðaður í áframhaldandi gæslu til 28. október.

Mennirnir eru allir íslenskir og hafa fjórmenningarnir setið í gæsluvarðhaldi frá 11. september. Þrír þeirra eru á þrítugsaldri og einn undir tvítugu og hefur enginn þeirra komið við sögu lögreglu áður. Fimmti maðurinn var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 24. september síðastliðinn og hefur hann áður komist í kast við lögin.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru efnin flutt til Íslands frá Danmörku. Lögregla hefur unnið að rannsókn málsins í samvinnu við dönsk lögregluyfirvöld, en nokkur önnur lögregluembætti hér á landi auk tollyfirvalda hafa átt aðkomu að rannsókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×