Innlent

Búið að girða Alþingishúsið af með reipi

Frá Austurvelli fyrir stundu.
Frá Austurvelli fyrir stundu. mynd/stod2
Tæplega hundrað mótmælendur eru nú staddir á Austurvelli en Alþingi verður sett eftir skamma stund. Þingmenn eru nú við messu í Dómkirkjunni að þingmönnum Hreyfingarinnar undanskildum. Búið er að girða þinghúsið og Dómkirkjuna af með tvöföldu reipi og gulum borða, svo nær ómögulegt er fyrir mótmælendur að komast að þingmönnum.

Nokkrir tugir lögreglumanna eru á svæðinu að sögn fréttamanns Vísis sem er á staðnum en töluverður hávaði er í mótmælendum. Þeyta þeir lúðra og öskra slagorð á milli þess sem skiltum er veifað.

Slagorð eins og „Burt með AGS", „Ekkert ESB", „Enga leynd lengur" og „Ekkert Icesave" sjást á skiltum mótmælenda. Einnig hafa einhverjir mótorhjólatöffarar verið að reykspóla við Austurvöllinn.

Þau Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Margrét Tryggvadóttir þingmenn Hreyfingarinnar eru ekki í messu í Dómkirkjunni heldur eru meðal mótmælenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×