Innlent

Seinasta skemmtiferðaskip sumarsins kemur í dag

Í dag fimmtudag, kemur seinasta skemmtiferðaskip sumarsins til Reykjavíkur en það er Emerald Princess. Skipið er á leiðinni til USA og kemur hingað frá Belfast á Norður Írlandi.

 

Fjallað er um komu skipsins á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að um borð séu 3.016 farþegar og um það bil 1.500 menn í áhöfn. Emerald Princess er 113.000 brúttótonn og er með allra stærstu skipum sem komið hafa til hafnar í Reykjavík.

 

Samkvæmt uppsláttarbókinni Cruising and Cruise Ships, útgefin af Berlitz, fær skipið 4 stjörnur en mest getur skip fengið 5 störnur. Með komu Emerald Princess hafa 67.680 farþegar komið með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í sumar, en samtals komu 59.308 farþegar sumarið 2008.

 

Þrátt fyrir að 80 skip hafi komið nú á móti 83 á árinu 2008 hefur farþegum fjölgað sem fyrst og fremst skýrist af stærri skipum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×