Innlent

Í fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fatlaðri konu

Hæstiréttur staðfesti í dag 15 mánaða fangelsisdóm yfir karlmanni sem ákærður var fyrir nauðgun með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu gegn vilja hennar. Héraðsdómur hafði áður dæmt manninn í 15 mánaða fangelsi en hann var einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu 600.000 krónur auk vaxta.

Í dómi Hæstaréttur kemur fram að maðurinn hafi nuddað kynfæri konunnar með kynlífstæki og sett tækið inn í leggöng hennar, en við það notfærði maðurinn sér það að stúlkan gat ekki spornað við þeim sökum andlegra annmarka.

Sannað þótti að maðurinn hefði nuddað kynfæri konunnar en hinsvegar taldist sönnun ekki komin fram um að maðurinn hefði beitt kynlífstæki í því skyni eða stungið því eða fingri inn í kynfæri hennar.

Þá segir í dómnum að samkvæmt fyrirlliggjandi álitsgerðum sálfræðinga sýndu niðurstöður greindarpófs konunnar að greind hennar væri neðarlega á stigi vægrar þroskahömlunar. Þá var ekki um það ágreiningur að maðurinn og stúlkan höfðu þekkst í langan tíma þegar umrætt atvik átti sér stað. Var því talið að manninum hefði ekki dulist að stúlkan ætti við andlega annmarka að stríða og að hann hefði notfært sér andlega fötlun hennar í því skyni að hafa við hana kynferðismök.

Maðurinn vildi að málinu yrði vísað frá dómi og til vara að hann yrði sýknaður, á það féllst Hæstiréttur ekki eins og fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×