Innlent

Bílar stórskemmdir í Sólheimum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nafn Hitlers var grafið í lakk þessa bíls. Mynd/ Stefán.
Nafn Hitlers var grafið í lakk þessa bíls. Mynd/ Stefán.
Að minnsta kosti tíu bílar voru rispaðir á bílaplani við Sólheima aðfaranótt gærdagsins. Þýski hakakrossinn og nafn Hitlers voru grafin í lakk bílanna.

Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, barst tilkynning um skemmdarverkin í gærmorgun. Geir Jón segist ekki vita til þess að neinn hafi verið handtekinn vegna málsins. Hann segir að margt bendi til þess að tilkynningar eins og þessar komi í skorpum. „Það hafa gosið upp svona faraldar af og til þar sem margir bílar eru teknir í einu. En það er dálítið síðan að það var síðast," segir Geir Jón.

Geir Jón segir ekki hægt að sjá neitt samhengi í þeim skemmdarverkum sem voru unnin á planinu í Sólheimum. „Það er ekki hægt að sjá í skýrslunum að hafi verið neinar hótanir í gangi eða neitt svoleiðis," segir Geir Jón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×