Erlent

Nauðungaruppboðum fjölgar í Danmörku

Óli Tynes skrifar
Mynd/Colorplate

Nauðungaruppboðum á fasteignum í Danmörku hefur fjölgað um þrjátíu og eitt prósent á því ári sem liðið er frá því kreppan skall á. Og þeim á enn eftir að fjölga ef marka má spár.

Lars Olsen hagfræðingur hjá Danske bank segir að þótt hagvöxtur sé að öllum líkindum hafinn á nýjan leik muni atvinnuleysi halda áfram að aukast fram í árslok árið 2010. Það sé því fyrirsjáanlegt að fleiri þurfi að hverfa frá húsum og heimilum.

Ef litið er á nauðungaruppboðin landfræðilega eru eru þau færri í Kaupmannahöfn en á landsbyggðinni. Fasteignamarkaðurinn í höfuðborginni er talinn vera að byrja að ná sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×