Erlent

Rauð andlit í varnarmálaráðuneytinu

Óli Tynes skrifar
Varnarlausir gagnvart lekum.
Varnarlausir gagnvart lekum.

Vegna tíðra leka á leynilegum upplýsingum lét breska varnarmálaráðuneytið semja leiðbeiningar fyrir starfsmenn sína um hvernig hægt væri að koma í veg fyrir slíkt. Þessu leyniskjali hefur nú verið lekið á netið.

Og það var enginn smávegis leki því eins og blýantsnögurum sæmir var leiðbeiningaskjalið ítarlegt. Það var heilar 2.400 blaðsíður.

Einhver starfsmaður skutlaði því inn á wikileaks, sem meðal annars fékk að hýsa lánabók Kaupþings eins og frægt er orðið.

Í skjali breska varnarmálaráðuneytisins var starfsmönnum sagt að ýmsar hættur steðjuðu að þeim.

Misjafnlega alvarlegur þó. Með alvarlegustu ógnana voru taldir blaða og fréttamenn....og svo erlendar leyniþjónustur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×