Innlent

Forsætisráðherra bað þjóðina afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir bað þjóðina afsökunar, í upphafi þingfundar í dag, á andvaraleysi stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins.

Jóhanna sagði að margir hefðu brugðist í aðdraganda bankahrunsins, stjórnmálamenn, fjölmiðlar og viðskiptalífið. Jóhanna sagði að kostnaður samfélagsins af hruninu væri gríðarlegur. Þá myndu erlendir kröfuhafar líklegast tapa fjórfaldri landsframleiðslu Íslands á hruninu.

Jóhanna sagði að það væri mikið verk að vinna sig út úr vanda Íslendinga þannig að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar yrði tryggt til framtíðar en það yrði gert. Þá þyrfti að koma í veg fyrir að viðlíka hrun gæti orðið á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×