Erlent

Neita að skrásetja sambúð lesbía

Óli Tynes skrifar
Hinseegin dagar í Reykjavík.
Hinseegin dagar í Reykjavík.

Þær Irina Fet og Irina Shipitko ætla að gifta sig í Kanada hinn tuttugasta og þriðja þessa mánaðar.

Áður en þær létu af því verða vildu þær tryggja að hjónabandið yrði skrásett í Rússlandi, eins og gert er þegar Rússneskir þegnar gifta sig erlendis.

Þær fóru á sýslumannsskrifstofu í þeim tilgangi en þar var þeim tjáð að sambúð þeirra yrði ekki skráð, þar sem hjónaband er samkvæmt rússneskum lögum sameining manns og konu.

Eftir að Sovétríkin féllu eru samkynhneigðir ekki lengur lögsóttir vegna kynhneigðar sinnar. Þeim er á hinn bógin á margan hátt útskúfað úr þjóðfélaginu.

Á undanförnum árum hafa borgaryfirvöld í Moskvu ítrekað bannað skrúðgöngur á hinsegin dögum.

Þau hafa sagt göngurnar móðgandi og ógn við lög og reglu. Þótt yfirv öld ofsæki ekki beinlínis samkynhneigða eiga þeir sér marga hatursmenn sem skirrast ekki við að beita þá ofbeldi ef svo ber undir.

Þannig hafa tilraunir þeirra til þess að koma saman opinberlega oft endað með árásum og líkamsmeiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×