Erlent

Ekki meira en 24 bjóra á dag

Ástralskir kappakstursunnendur verða að láta sér nægja einn kassa, 24 dósir, af bjór á dag á meðan þeir fylgjast með þriggja daga kappakstri sem fram fer í landinu í vikunni.

Lögregla í bænum Bathurst í Suðaustur-Ástralíu hefur sett þessi takmörk til að reyna að takmarka ofdrykkju, sem þykir hafa einkennt áhorfendur keppninnar, að því er fram kemur á vef BBC.

Þeir sem kjósa léttvín fremur en bjór þurfa einnig að hemja sig í neyslunni og mega ekki drekka meira en fjóra lítra á dag. Ýmsir kappakstursaðdáendur hafa mótmælt takmörkununum. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×