Erlent

Krókódíll í miðbænum

Óli Tynes skrifar
Króksi hvæsti á lögreglumennina þegar þeir sprautuðu yfir hann vatni.
Króksi hvæsti á lögreglumennina þegar þeir sprautuðu yfir hann vatni.

Lögreglan í Ástralíu handtók á dögunum tveggja og hálfs metra langan saltvatns krókódíl sem var að þvælast um götur í smábæ á norðurströnd álfunnar.

Íbúum brá nokkuð þegar þeir komu auga á króksa í miðjum bænum. Króksa brá líka og stakk af. Lögreglan fann hann þó fljótlega þar sem hann hafði lent í slagsmálum við net-girðingu.

Ha, ég?

-Hann bara kúrði þar og reyndi að líta sakleysislega út, sagði Adam Russell, liðþjálfi. Lögreglumennirnir fjötruðu króksa en voru í nokkrum vanda með hvað þeir ættu svo að gera.

Í bænum er ekkert fangelsi fyrir gesti af þessu tagi. Á endanum fóru þeir með hann í fangelsi bæjarins og stungu honum þar inn.

Þar fékk hann svo að dúsa í þrjá daga þartil starfsmenn á krókódílabúgarði komu og sóttu hann. Russell sagði að þeir hefðu sprautað yfir hann vatni með relulegu millibili, en fengið aðeins illilegt hvæs að launum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×