Fleiri fréttir Þingflokksfundur VG að hefjast - býst við löngum fundi „Við munum fara yfir hvernig við viljum að málsmeðferðin verði en endanleg niðurstaða hlýtur alltaf að leggja hjá Alþingi,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, aðspurð hvort þingflokkurinn muni styðja nýjustu hugmyndir um að ljúka Icesave málinu. Aðalatriðið sé að málið fái lýðræðislega og þingræðislega meðferð. 30.9.2009 22:32 Líðan mannsins eftir atvikum góð Líðan mannsins sem bjargað var úr brennandi húsi á Akureyri í kvöld er eftir atvikum góð en hann var lagður inn á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins til eftirlits í nótt. Fram kemur á vef slökkviliðs Akureyrar að talið sé að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en húsið er mikið mikið skemmt og þak þess ónýtt. 30.9.2009 23:58 Of mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Ögmundur Jónasson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, telur að verið sé að skera of mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Hann segist ekki hafa verið að forðast fyrirhugaðan niðurskurð þegar hann baðst lausnar í dag. 30.9.2009 21:17 Segja tillögur félagsmálaráðherra ófullnægjandi Hagsmunasamtök heimilanna telja við fyrstu sýn þær tillögur sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráherra, kynnti í dag vera ófullnægjandi. Ákvörðun um greiðsluverkfall stendur því óhögguð, að fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 30.9.2009 22:16 Pólitísk endalok Jóhönnu Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, telur brotthvarf Ögmundar Jónassonar sem heilbrigðisráðherra vera ótvírætt vantraust á hæfileika Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Björn telur að nú sé komið að pólitískum endalokum Jóhönnu. 30.9.2009 20:50 Óvíst með ákvörðun um nýjan ráðherra Óvíst er hvort þingflokkur Vinstri grænna taki ákvörðun um það á fundi sínum í kvöld hver verður eftirmaður Ögmundar Jónassonar í embætti heilbrigðisráðherra. 30.9.2009 20:36 Fundi ríkisstjórnar lokið - sátt um næstu skref „Það er full sátt í ríkisstjórninni um það að fara áfram með þetta mál og ná ásættanlegri niðurstöðu sem við förum væntanlega með fyrir þingið á fyrstu dögum þingsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi á áttunda tímanum í kvöld. Hún og Steingrímur ræddu við blaðamenn fyrir utan stjórnarráðið. Þau vildu ekki ræða efnislega um Icesvae og drög að nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga. 30.9.2009 19:41 Manni á sextugsaldri bjargað úr brennandi húsi á Akureyri 52 ára gömlum karlmanni var bjargað úr brennandi einbýlishúsi í Glerárhverfi á Akureyri í níunda tímanum í kvöld. Maðurinn var einn í húsinu þegar eldurinn kom upp og að sögn lögreglu var maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Slökkvistarf stendur yfir en töluvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem er gamalt og stendur við Barmahlíð. 30.9.2009 21:31 Ríkisráðsfundur á morgun Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á morgun fimmtudag. Á fundinum lætur Ögmundur Jónasson af embætti heilbrigðisráðherra. Fundurinn hefst klukkan 11:45. 30.9.2009 20:11 Ungu fólki boðin aðstaða í Hinu Húsinu í stað Austurbæjarbíós Ungmennum á aldrinum 16-25 ára hefur verið boðin aðstaða í Hinu Húsinu í stað Austurbæjarbíós. Aldrei stóð til að setja á laggirnar varanlega starfsemi í húsnæði Austurbæjarbíós, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 30.9.2009 19:32 Svandís sökuð um hryðjuverkaárás Galin og óskiljanleg ákvörðun. Hryðjuverkaárás. Skemmdarverk. Þessi orð nota þingmenn Sjálfstæðisflokks um ákvörðun umhverfisráðherra um Suðurnesjalínu sem gæti tafið Helguvíkurframkvæmdir um allt að tvö ár. Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að ákvörðun ráðherrans verði hunsuð enda sé hún lögbrot. 30.9.2009 19:04 Jóhönnu veitt umboð til að ljúka Icesave málinu „Forsætisráðherra var veitt afdráttarlaust umboð þingflokksins til að halda áfram og ljúka Icesave málinu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, en rúmlega tveggja klukkustunda fundi þingflokksins lauk á sjötta tímanum í dag. 30.9.2009 18:53 Þingflokkur VG styður ekki breytingar á Icesve nema að vel athuguðu máli Þingflokkur vinstri grænna segist styðja ríkisstjórnina. Hins vegar ætlar flokkurinn ekki að styðja nýjustu hugmyndir um að ljúka Icesave málinu, nema að vel athuguðu máli. Þingflokkurinn kemur saman klukkan hálfellefu í kvöld. 30.9.2009 18:38 Nýr Icesave samningur í burðarliðnum Fréttastofan hefur fyrir því heimildir að unnið hafi verið á bak við tjöldin að drögum að nýjum Icesave samningi við Hollendinga og Breta. Stjórnvöld leita leiða til nýrrar lagasetningar sem væntanlega voru ræddar á þingflokksfundum í dag og ríkisstjórnarfundi sem hófst klukkan sex. 30.9.2009 18:29 Sex húsleitir vegna innbrota í Garði Lögreglan á Suðurnesjum hefur framkvæmt sex húsleitir og rætt við fjölda vitna vegna þriggja innbrota í Garði sem eru nú til rannsóknar. Innbrotin voru framin síðustu daga. Um er að ræða innbrot í Gerðaskóla síðastliðna nótt og einnig tvö innbrot í Flösina við Garðskagavita. Málin eru óupplýst. 30.9.2009 18:15 Vill ríkisstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðiflokks og Framsóknar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að flokkur sinn myndi þriggja flokka ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsóknarflokki. Hann vill að sjálfstæðismaður leiði þá stjórn. Þetta kom fram í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 30.9.2009 17:42 Aðlögun skulda og leiðrétt greiðslubyrði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag viðamiklar aðgerðir sem fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af lánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að eignastöðu og greiðslugetu. 30.9.2009 17:09 Álftanes vill einkasjúkrahúsið Bæjarstjórn Álftanes hefur samþykkt samhljóða að fela bæjastjóra að koma nú á þegar á framfæri eindregnum áhuga bæjastjórnar um aðkomu að áformum PrimaCare um byggingu einkarekins sjúkrahúss og hótels á Íslandi. 30.9.2009 17:00 Þingflokkurinn vill halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram Steingrímur J. Sigfússon fjármálraáðherra og formaður VG sagði að loknum þingflokksfundi að allir þingmenn og ráðherrar hefðu lagt á það áherslu að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram. Hann sagðist sleginn yfir ákvörðun Ögmundar Jónassonar sem hefur sagt sig úr ríkisstjórn en sagðist jafnframt virða ákvörðunina. Steingrímur sagði þingflokkinn ákveða hver yrði eftirmaður Ögmundar og það yrði gert fljótlega. ÞIngflokkur VG ætlar að funda aftur seint í kvöld. 30.9.2009 16:51 Stríðið hófst með árás Georgíu Rannsóknarnefnd sem Evrópusambandið skipaði til þess að rannsaka stríðið milli Georgíu og Rússlands á síðasta ári segir að báðir aðilar hafi gerst sekir um brot. 30.9.2009 16:43 Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hafinn Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hófst klukkan fjögur. Þingmenn vildu lítið tjá sig við fjölmiðla áður en fundurinn hófst en búist er við því að fundurinn standi í um tvo klukkutíma. 30.9.2009 16:13 Farnir af fundi Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason eru farnir af þingflokksfundi VG sem nú stendur yfir en fundurinn er talinn geta skorið úr um hvort ríkisstjórnarsamstarfið við Samfylkinguna haldi. 30.9.2009 15:33 Sigmundur segir Norðmenn til í risalán til Íslendinga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Norski miðflokkurinn, systurflokkur Framsóknarflokksins, sé búinn að opna á að Íslendingum verði lánaðar verulegar upphæðir, allt að 2000 milljörðum íslenskra króna í gegnum tvíhliða samninga. 30.9.2009 15:29 Kynnir aðgerðir þrátt fyrir óvissuástand Árni Páll Árnason félags- og tryggingarmálaráðherra mun halda blaðamannafund klukkan 16:00 í dag þar sem hann fer yfir endurskipulagningu á skuldum heimilanna en þar verða þær aðgerðir kynntar sem boðaðar hafa verið til að létta skuldir heimilanna. 30.9.2009 14:31 Þingflokksfundur hafinn hjá VG Þingmenn VG sitja nú á fundi sem boðað var til í framhaldi af afsögn Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra í hádeginu. Fundurinn hófst upp úr klukkan tvö og vildu þingmenn ekkert tjá sig við fjölmiðla áður en þeir gengu á fundinn. 30.9.2009 14:30 Mikið uppnám innan Samfylkingarinnar vegna afsagnar Þingflokkur Samfylkingarinnar er í miklu uppnámi eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í hádeginu í dag. Þá er mikill undirliggjandi pirringur af hálfu flokksins vegna ákvarðanna Vinstri grænna undanfarið í orkumálu samkvæmt heimildum Vísis. Vinstri grænir sitja núna á þingflokksfundi en Samfylkingin fundar klukkan fjögur. 30.9.2009 14:28 Ríkisstjórnarfundur klukkan sex Boðað hefur verið til fundar í ríkisstjórn Íslands í dag klukkan sex. Þar verður væntanlega farið yfir mál dagsins en Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér í hádeginu. Þingflokkar Samfylkingar og VG hittast á þingflokksfundum í dag. Fundur VG hefst klukkan tvö og samfylkingarmenn hittast klukkan fjögur. 30.9.2009 13:56 Afsögnin kemur ekki á óvart „Mín viðbrögð eru þau að ég er nú bara að heyra af þessu fyrst núna," segir Þráinn Bertelsson þingmaður aðspurður um viðbrögðin við afsögn Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn. 30.9.2009 13:35 Bessastaðir í biðstöðu hjá Jóhönnu Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði og stendur og fellur með því hvort að þingflokkur VG samþykkir að fylkja sér að baki nýrrar breytingatillögu Icesave sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á næstu dögum. Fáist ekki stuðningur herma heimildir fréttastofu að Jóhanna Sigurðardóttir muni ganga á fund forseta Íslands og krefjast lausnar. 30.9.2009 13:33 Birgitta Jónsdóttir: Virðingavert að fara ekki gegn samvisku sinni „Það er virðingavert að hann láti ekki beygja sig til þess að fara gegn samvisku sinni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um afsögn Ögmundar Jónassonar sem heilbrigðisráðherra. 30.9.2009 13:31 Ögmundi augljóslega stillt upp við vegg Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina vera komna í öngstræti og verði í raun að víkja. Hann furðar sig á því að Ögmundur Jónasson hafi sagt af sér ráðherraembætti og gefur sér að hann hafi verið beittur þrýstingi. Núna sé eini maðurinn sem er í takti við þjóðina í Icesavemálinu farinn úr ríkisstjórn. 30.9.2009 13:05 Afsögn Ögmundar kom á óvart - fundar með Steingrími Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ögmundar Jónassonar hafi komið sér á óvart. Hún segir að Ögmundur hafi beðið um fundinn í morgun. Jóhanna segir að ekki sé búið að velja eftirmann Ögmunds, fyrst verði hún að ræða við Steingrím J. Sigfússon formann VG en fundur þeirra hófst klukkan eitt. 30.9.2009 13:02 Þingflokkur VG fundar vegna afsagnar Þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna eru á leiðinni á þingflokksfund. Þar verður væntanlega rætt um afsögn Ögmundar Jónassonar, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra nú í hádeginu. 30.9.2009 12:48 Framsóknarmenn með tillögur í lánamálum Íslendinga Framsóknarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson voru staddir í Stjórnarráðinu á sama tíma og Ögmundur Jónasson sagði sig úr ríkisstjórninni. Höskuldur Þórhallsson varaformaður flokksins vildi lítið tjá sig um málið í samtali við vísi og vísaði á formanninn Sigmund Davíð. Höskuldur sagði þó að Ögmundur væri maður að meiri að hafa hætt í stjórninni. 30.9.2009 12:39 Ögmundur hættur í ríkisstjórninni Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu fyrir stundu. Um leið lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórn Samfylkingar og VG. 30.9.2009 12:27 Framsóknarmenn til fundar við Jóhönnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, gengu fyrir nokkrum mínútum á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu. Þeir vildu ekki tjá aig um efni fundarins við fréttastofu. 30.9.2009 12:19 Ögmundur að biðjast lausnar? Orðrómur er uppi um að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra muni segja af sér ráðherradómi vegna andstöðu sinnar við Icesave málið. Hann hitti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á fundi í Stjórnarráðinu nú í hádeginu. 30.9.2009 11:47 Öflugur skjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti sem mældist 7.9 á Richter-kvarðanum reið yfir Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn virðist hafa átt upptök sín nærri höfuðborginni Padang á Vestur-Súmötru en þar búa um 800 þúsund manns. Að sögn sjónarvotta eyðilögðust margar byggingar í borginni og óttast var að skjálftinn gæti framkallað flóðbylgur víða á Indlandshafi og voru viðvaranir verið gefnar út fyrir Indónesíu, Tæland og Malasíu. Þær voru afturkallaðar skömmu síðar. 30.9.2009 11:16 Katrín Jakobsdóttir: „Erfið ákvörðun“ „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar og ég er ný í þessu starfi. Þess vegna reyndi ég að vanda mig eins og ég gat og tók mér góðann tíma í þetta," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við fréttastofu en hún skipaði Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra í dag. 30.9.2009 10:55 Byko á Akranesi lokað - öllum sagt upp Sigurður Egill Ragnarsson forstjóri Byko segir að ákveðið hafi verið að loka verslun fyrirtækisins á Akranesi en öllum starfsmönnum verslunarinnar var sagt upp í gærkvöldi. Versluninni verður lokað í lok næsta mánaðar en gripið er til aðgerðarinnar vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði. 30.9.2009 10:43 Tinna áfram í Þjóðleikhúsinu Menntamálaráðherra hefur skipað Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2010 en hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 2004. Í tilkynningu frá menntamálaráðherra segir að við ákvörðunina hafi bæði verið tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur. 30.9.2009 10:36 Tillögur ríkisstjórnar breyta engu - ætla samt í greiðsluverkfall „Óljós úrræði til lausnar á skuldavanda heimilanna sem félagsmálaráðherra hefur kynnt skömmu fyrir boðað greiðsluverkfall breyta ekki forsendum verkfallsins,“ segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þeir boða því enn greiðsluverkfall þrátt fyrir boðaðar aðgerðir félagsmálaráðherra varðandi aðstoð við heimilin. 30.9.2009 10:28 Íslenskur sendifulltrúi á Kyrrahafseyjunum Rauði Krossinn á Íslandi er með íslenskan sendifulltrúa á Kyrrahafseyjunum þar sem flóðbylgja reið yfir í gærkvöldi og hefur orðið hátt í hundrað manns að bana. Þá hafa þúsundir misst heimili sín og margra er saknað. 30.9.2009 10:04 Ekið út af og á fé Erlendur ferðamaður missti stjórn á bifreið á Rauðasandsvegi milli Patreksfjarðar og Rauðasands í síðustu viku samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Maðurinn missti stjórn á bifreiðinni í lausamöl og hafnaði utan vegar. 30.9.2009 09:57 The Sun snýst á sveif með Íhaldsflokknum Breska dagblaðið The Sun hefur lýst yfir stuðningi við Íhaldsflokkinn í komandi þingkosningum og er yfirlýsingin álitin þungt högg fyrir Verkamannaflokkinn og Gordon Brown en The Sun hefur stutt flokk hans í síðustu þrennum kosningum. 30.9.2009 08:25 Sjá næstu 50 fréttir
Þingflokksfundur VG að hefjast - býst við löngum fundi „Við munum fara yfir hvernig við viljum að málsmeðferðin verði en endanleg niðurstaða hlýtur alltaf að leggja hjá Alþingi,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður VG, aðspurð hvort þingflokkurinn muni styðja nýjustu hugmyndir um að ljúka Icesave málinu. Aðalatriðið sé að málið fái lýðræðislega og þingræðislega meðferð. 30.9.2009 22:32
Líðan mannsins eftir atvikum góð Líðan mannsins sem bjargað var úr brennandi húsi á Akureyri í kvöld er eftir atvikum góð en hann var lagður inn á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins til eftirlits í nótt. Fram kemur á vef slökkviliðs Akureyrar að talið sé að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni en húsið er mikið mikið skemmt og þak þess ónýtt. 30.9.2009 23:58
Of mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu Ögmundur Jónasson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, telur að verið sé að skera of mikið niður í heilbrigðiskerfinu. Hann segist ekki hafa verið að forðast fyrirhugaðan niðurskurð þegar hann baðst lausnar í dag. 30.9.2009 21:17
Segja tillögur félagsmálaráðherra ófullnægjandi Hagsmunasamtök heimilanna telja við fyrstu sýn þær tillögur sem Árni Páll Árnason, félagsmálaráherra, kynnti í dag vera ófullnægjandi. Ákvörðun um greiðsluverkfall stendur því óhögguð, að fram kemur í tilkynningu frá samtökunum. 30.9.2009 22:16
Pólitísk endalok Jóhönnu Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, telur brotthvarf Ögmundar Jónassonar sem heilbrigðisráðherra vera ótvírætt vantraust á hæfileika Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Björn telur að nú sé komið að pólitískum endalokum Jóhönnu. 30.9.2009 20:50
Óvíst með ákvörðun um nýjan ráðherra Óvíst er hvort þingflokkur Vinstri grænna taki ákvörðun um það á fundi sínum í kvöld hver verður eftirmaður Ögmundar Jónassonar í embætti heilbrigðisráðherra. 30.9.2009 20:36
Fundi ríkisstjórnar lokið - sátt um næstu skref „Það er full sátt í ríkisstjórninni um það að fara áfram með þetta mál og ná ásættanlegri niðurstöðu sem við förum væntanlega með fyrir þingið á fyrstu dögum þingsins,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi á áttunda tímanum í kvöld. Hún og Steingrímur ræddu við blaðamenn fyrir utan stjórnarráðið. Þau vildu ekki ræða efnislega um Icesvae og drög að nýju samkomulagi við Breta og Hollendinga. 30.9.2009 19:41
Manni á sextugsaldri bjargað úr brennandi húsi á Akureyri 52 ára gömlum karlmanni var bjargað úr brennandi einbýlishúsi í Glerárhverfi á Akureyri í níunda tímanum í kvöld. Maðurinn var einn í húsinu þegar eldurinn kom upp og að sögn lögreglu var maðurinn með meðvitund þegar hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Slökkvistarf stendur yfir en töluvert mikinn reyk lagði frá húsinu sem er gamalt og stendur við Barmahlíð. 30.9.2009 21:31
Ríkisráðsfundur á morgun Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum á morgun fimmtudag. Á fundinum lætur Ögmundur Jónasson af embætti heilbrigðisráðherra. Fundurinn hefst klukkan 11:45. 30.9.2009 20:11
Ungu fólki boðin aðstaða í Hinu Húsinu í stað Austurbæjarbíós Ungmennum á aldrinum 16-25 ára hefur verið boðin aðstaða í Hinu Húsinu í stað Austurbæjarbíós. Aldrei stóð til að setja á laggirnar varanlega starfsemi í húsnæði Austurbæjarbíós, að fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 30.9.2009 19:32
Svandís sökuð um hryðjuverkaárás Galin og óskiljanleg ákvörðun. Hryðjuverkaárás. Skemmdarverk. Þessi orð nota þingmenn Sjálfstæðisflokks um ákvörðun umhverfisráðherra um Suðurnesjalínu sem gæti tafið Helguvíkurframkvæmdir um allt að tvö ár. Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að ákvörðun ráðherrans verði hunsuð enda sé hún lögbrot. 30.9.2009 19:04
Jóhönnu veitt umboð til að ljúka Icesave málinu „Forsætisráðherra var veitt afdráttarlaust umboð þingflokksins til að halda áfram og ljúka Icesave málinu,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, en rúmlega tveggja klukkustunda fundi þingflokksins lauk á sjötta tímanum í dag. 30.9.2009 18:53
Þingflokkur VG styður ekki breytingar á Icesve nema að vel athuguðu máli Þingflokkur vinstri grænna segist styðja ríkisstjórnina. Hins vegar ætlar flokkurinn ekki að styðja nýjustu hugmyndir um að ljúka Icesave málinu, nema að vel athuguðu máli. Þingflokkurinn kemur saman klukkan hálfellefu í kvöld. 30.9.2009 18:38
Nýr Icesave samningur í burðarliðnum Fréttastofan hefur fyrir því heimildir að unnið hafi verið á bak við tjöldin að drögum að nýjum Icesave samningi við Hollendinga og Breta. Stjórnvöld leita leiða til nýrrar lagasetningar sem væntanlega voru ræddar á þingflokksfundum í dag og ríkisstjórnarfundi sem hófst klukkan sex. 30.9.2009 18:29
Sex húsleitir vegna innbrota í Garði Lögreglan á Suðurnesjum hefur framkvæmt sex húsleitir og rætt við fjölda vitna vegna þriggja innbrota í Garði sem eru nú til rannsóknar. Innbrotin voru framin síðustu daga. Um er að ræða innbrot í Gerðaskóla síðastliðna nótt og einnig tvö innbrot í Flösina við Garðskagavita. Málin eru óupplýst. 30.9.2009 18:15
Vill ríkisstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðiflokks og Framsóknar Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að flokkur sinn myndi þriggja flokka ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsóknarflokki. Hann vill að sjálfstæðismaður leiði þá stjórn. Þetta kom fram í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 30.9.2009 17:42
Aðlögun skulda og leiðrétt greiðslubyrði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, kynnti í dag viðamiklar aðgerðir sem fela í sér umtalsverða leiðréttingu á greiðslubyrði af lánum og nýjar leiðir til að laga skuldir fólks að eignastöðu og greiðslugetu. 30.9.2009 17:09
Álftanes vill einkasjúkrahúsið Bæjarstjórn Álftanes hefur samþykkt samhljóða að fela bæjastjóra að koma nú á þegar á framfæri eindregnum áhuga bæjastjórnar um aðkomu að áformum PrimaCare um byggingu einkarekins sjúkrahúss og hótels á Íslandi. 30.9.2009 17:00
Þingflokkurinn vill halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram Steingrímur J. Sigfússon fjármálraáðherra og formaður VG sagði að loknum þingflokksfundi að allir þingmenn og ráðherrar hefðu lagt á það áherslu að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram. Hann sagðist sleginn yfir ákvörðun Ögmundar Jónassonar sem hefur sagt sig úr ríkisstjórn en sagðist jafnframt virða ákvörðunina. Steingrímur sagði þingflokkinn ákveða hver yrði eftirmaður Ögmundar og það yrði gert fljótlega. ÞIngflokkur VG ætlar að funda aftur seint í kvöld. 30.9.2009 16:51
Stríðið hófst með árás Georgíu Rannsóknarnefnd sem Evrópusambandið skipaði til þess að rannsaka stríðið milli Georgíu og Rússlands á síðasta ári segir að báðir aðilar hafi gerst sekir um brot. 30.9.2009 16:43
Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hafinn Þingflokksfundur Samfylkingarinnar hófst klukkan fjögur. Þingmenn vildu lítið tjá sig við fjölmiðla áður en fundurinn hófst en búist er við því að fundurinn standi í um tvo klukkutíma. 30.9.2009 16:13
Farnir af fundi Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason eru farnir af þingflokksfundi VG sem nú stendur yfir en fundurinn er talinn geta skorið úr um hvort ríkisstjórnarsamstarfið við Samfylkinguna haldi. 30.9.2009 15:33
Sigmundur segir Norðmenn til í risalán til Íslendinga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins segir að Norski miðflokkurinn, systurflokkur Framsóknarflokksins, sé búinn að opna á að Íslendingum verði lánaðar verulegar upphæðir, allt að 2000 milljörðum íslenskra króna í gegnum tvíhliða samninga. 30.9.2009 15:29
Kynnir aðgerðir þrátt fyrir óvissuástand Árni Páll Árnason félags- og tryggingarmálaráðherra mun halda blaðamannafund klukkan 16:00 í dag þar sem hann fer yfir endurskipulagningu á skuldum heimilanna en þar verða þær aðgerðir kynntar sem boðaðar hafa verið til að létta skuldir heimilanna. 30.9.2009 14:31
Þingflokksfundur hafinn hjá VG Þingmenn VG sitja nú á fundi sem boðað var til í framhaldi af afsögn Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra í hádeginu. Fundurinn hófst upp úr klukkan tvö og vildu þingmenn ekkert tjá sig við fjölmiðla áður en þeir gengu á fundinn. 30.9.2009 14:30
Mikið uppnám innan Samfylkingarinnar vegna afsagnar Þingflokkur Samfylkingarinnar er í miklu uppnámi eftir að Ögmundur Jónasson sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í hádeginu í dag. Þá er mikill undirliggjandi pirringur af hálfu flokksins vegna ákvarðanna Vinstri grænna undanfarið í orkumálu samkvæmt heimildum Vísis. Vinstri grænir sitja núna á þingflokksfundi en Samfylkingin fundar klukkan fjögur. 30.9.2009 14:28
Ríkisstjórnarfundur klukkan sex Boðað hefur verið til fundar í ríkisstjórn Íslands í dag klukkan sex. Þar verður væntanlega farið yfir mál dagsins en Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér í hádeginu. Þingflokkar Samfylkingar og VG hittast á þingflokksfundum í dag. Fundur VG hefst klukkan tvö og samfylkingarmenn hittast klukkan fjögur. 30.9.2009 13:56
Afsögnin kemur ekki á óvart „Mín viðbrögð eru þau að ég er nú bara að heyra af þessu fyrst núna," segir Þráinn Bertelsson þingmaður aðspurður um viðbrögðin við afsögn Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn. 30.9.2009 13:35
Bessastaðir í biðstöðu hjá Jóhönnu Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði og stendur og fellur með því hvort að þingflokkur VG samþykkir að fylkja sér að baki nýrrar breytingatillögu Icesave sem ríkisstjórnin hyggst leggja fram á næstu dögum. Fáist ekki stuðningur herma heimildir fréttastofu að Jóhanna Sigurðardóttir muni ganga á fund forseta Íslands og krefjast lausnar. 30.9.2009 13:33
Birgitta Jónsdóttir: Virðingavert að fara ekki gegn samvisku sinni „Það er virðingavert að hann láti ekki beygja sig til þess að fara gegn samvisku sinni,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, um afsögn Ögmundar Jónassonar sem heilbrigðisráðherra. 30.9.2009 13:31
Ögmundi augljóslega stillt upp við vegg Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina vera komna í öngstræti og verði í raun að víkja. Hann furðar sig á því að Ögmundur Jónasson hafi sagt af sér ráðherraembætti og gefur sér að hann hafi verið beittur þrýstingi. Núna sé eini maðurinn sem er í takti við þjóðina í Icesavemálinu farinn úr ríkisstjórn. 30.9.2009 13:05
Afsögn Ögmundar kom á óvart - fundar með Steingrími Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að afsögn Ögmundar Jónassonar hafi komið sér á óvart. Hún segir að Ögmundur hafi beðið um fundinn í morgun. Jóhanna segir að ekki sé búið að velja eftirmann Ögmunds, fyrst verði hún að ræða við Steingrím J. Sigfússon formann VG en fundur þeirra hófst klukkan eitt. 30.9.2009 13:02
Þingflokkur VG fundar vegna afsagnar Þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna eru á leiðinni á þingflokksfund. Þar verður væntanlega rætt um afsögn Ögmundar Jónassonar, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra nú í hádeginu. 30.9.2009 12:48
Framsóknarmenn með tillögur í lánamálum Íslendinga Framsóknarmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Höskuldur Þórhallsson voru staddir í Stjórnarráðinu á sama tíma og Ögmundur Jónasson sagði sig úr ríkisstjórninni. Höskuldur Þórhallsson varaformaður flokksins vildi lítið tjá sig um málið í samtali við vísi og vísaði á formanninn Sigmund Davíð. Höskuldur sagði þó að Ögmundur væri maður að meiri að hafa hætt í stjórninni. 30.9.2009 12:39
Ögmundur hættur í ríkisstjórninni Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra sagði af sér að loknum fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu fyrir stundu. Um leið lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórn Samfylkingar og VG. 30.9.2009 12:27
Framsóknarmenn til fundar við Jóhönnu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, gengu fyrir nokkrum mínútum á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu. Þeir vildu ekki tjá aig um efni fundarins við fréttastofu. 30.9.2009 12:19
Ögmundur að biðjast lausnar? Orðrómur er uppi um að Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra muni segja af sér ráðherradómi vegna andstöðu sinnar við Icesave málið. Hann hitti Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á fundi í Stjórnarráðinu nú í hádeginu. 30.9.2009 11:47
Öflugur skjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti sem mældist 7.9 á Richter-kvarðanum reið yfir Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn virðist hafa átt upptök sín nærri höfuðborginni Padang á Vestur-Súmötru en þar búa um 800 þúsund manns. Að sögn sjónarvotta eyðilögðust margar byggingar í borginni og óttast var að skjálftinn gæti framkallað flóðbylgur víða á Indlandshafi og voru viðvaranir verið gefnar út fyrir Indónesíu, Tæland og Malasíu. Þær voru afturkallaðar skömmu síðar. 30.9.2009 11:16
Katrín Jakobsdóttir: „Erfið ákvörðun“ „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar og ég er ný í þessu starfi. Þess vegna reyndi ég að vanda mig eins og ég gat og tók mér góðann tíma í þetta," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í samtali við fréttastofu en hún skipaði Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra í dag. 30.9.2009 10:55
Byko á Akranesi lokað - öllum sagt upp Sigurður Egill Ragnarsson forstjóri Byko segir að ákveðið hafi verið að loka verslun fyrirtækisins á Akranesi en öllum starfsmönnum verslunarinnar var sagt upp í gærkvöldi. Versluninni verður lokað í lok næsta mánaðar en gripið er til aðgerðarinnar vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði. 30.9.2009 10:43
Tinna áfram í Þjóðleikhúsinu Menntamálaráðherra hefur skipað Tinnu Gunnlaugsdóttur þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára, frá og með 1. janúar 2010 en hún hefur gegnt stöðunni frá árinu 2004. Í tilkynningu frá menntamálaráðherra segir að við ákvörðunina hafi bæði verið tekið tillit til álits þjóðleikhúsráðs og viðtala við umsækjendur. 30.9.2009 10:36
Tillögur ríkisstjórnar breyta engu - ætla samt í greiðsluverkfall „Óljós úrræði til lausnar á skuldavanda heimilanna sem félagsmálaráðherra hefur kynnt skömmu fyrir boðað greiðsluverkfall breyta ekki forsendum verkfallsins,“ segir í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þeir boða því enn greiðsluverkfall þrátt fyrir boðaðar aðgerðir félagsmálaráðherra varðandi aðstoð við heimilin. 30.9.2009 10:28
Íslenskur sendifulltrúi á Kyrrahafseyjunum Rauði Krossinn á Íslandi er með íslenskan sendifulltrúa á Kyrrahafseyjunum þar sem flóðbylgja reið yfir í gærkvöldi og hefur orðið hátt í hundrað manns að bana. Þá hafa þúsundir misst heimili sín og margra er saknað. 30.9.2009 10:04
Ekið út af og á fé Erlendur ferðamaður missti stjórn á bifreið á Rauðasandsvegi milli Patreksfjarðar og Rauðasands í síðustu viku samkvæmt lögreglunni á Vestfjörðum. Maðurinn missti stjórn á bifreiðinni í lausamöl og hafnaði utan vegar. 30.9.2009 09:57
The Sun snýst á sveif með Íhaldsflokknum Breska dagblaðið The Sun hefur lýst yfir stuðningi við Íhaldsflokkinn í komandi þingkosningum og er yfirlýsingin álitin þungt högg fyrir Verkamannaflokkinn og Gordon Brown en The Sun hefur stutt flokk hans í síðustu þrennum kosningum. 30.9.2009 08:25