Innlent

Þingflokksfundur hafinn hjá VG

Þingmenn VG á fundinum í dag.
Þingmenn VG á fundinum í dag.

Þingmenn VG sitja nú á fundi sem boðað var til í framhaldi af afsögn Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra í hádeginu. Fundurinn hófst upp úr klukkan tvö og vildu þingmenn ekkert tjá sig við fjölmiðla áður en þeir gengu á fundinn.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist þó búast við löngum fundi en hann mun ræða við fjölmiðla að fundi loknum. Ögmundur Jónasson var á meðal þeirra síðustu sem mættu á fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×