Innlent

Afsögnin kemur ekki á óvart

„Mín viðbrögð eru þau að ég er nú bara að heyra af þessu fyrst núna," segir Þráinn Bertelsson þingmaður aðspurður um viðbrögðin við afsögn Ögmundar Jónassonar úr ríkisstjórn.

„Miðað við það hvað Ögmundur er heilsteyptur maður og sjálfum sér samkvæmur þá er ég hissa á því að þessi afsögn hafi ekki komið miklu fyrr, ég get því ekki sagt að ég sé undrandi yfir þessum fréttum," segir Þráinn.

„Það er mikill missir af Ögmundi fyrir ríkisstjórnina og þetta er ekki síst áfall fyrir okkur öll vegna þessi að hann veldur ráðherraembætti sem er nú ekki hægt að segja um alla ráðherra ríkisstjórnarinnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×