Fleiri fréttir Borgarfulltrúar vilja flestir sitja áfram Meirihluti borgarfulltrúa ætlar að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórnarkosningunum næsta vor en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur ekkert upp um framtíðaráform sín. Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum né símtölum fréttastofu. 25.9.2009 15:34 Skarst á puttum og fékk skaðabætur Konu sem starfaði sem sendill hjá fyrirtækinu Íshlutum voru í dag dæmdar skaðabætur vegna vinnslyss sem hún lenti í árið 2007. Bæturnar eru upp á rúmar 1.100.000 krónur en hún fær einnig 4,5% ársvexti frá slysinu sem varð í október árið 2007. Konan hefur leitað til bæði bæklunarlæknis og tauglæknis en er enn með einkenni. 25.9.2009 15:34 Íranir undir miklum þrýstingi á G20 fundinum Íranir hafa komið sér upp aðstöðu til auðgunar úrans í leynilegri tilraunastöð. Barack Obama sagði í ræðu sinni á G20 fundinum sem hófst í Pittsburgh í Bandaríkunum í dag að skýlaus krafa væri uppi um að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna fái að rannsaka stöðina. 25.9.2009 14:40 Bíður með málsókn gegn Rúv og Daily Mail Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, er ekki búinn að höfða mál gegn Ríkisútvarpinu líkt og hann lýsti yfir fyrir tæpum mánuði. Það muni hann gera um leið og tími gefst til. Hann segir fréttastofu RÚV vera með öllu óþarfa. 25.9.2009 14:19 Segist víst hafa verið áskrifandi Morgunblaðsins „Ef þetta er blaðamennskan sem á nú að fara að stunda á Morgunblaðinu þá hef ég nokkar áhyggjur," segir Sveinn Andri Sveinsson stjörnulögfræðingur um þær fullyrðingar Óskars Magnússonar útgefanda Morgunblaðsins í Kastljósi í gærkvöldi. Þar hélt Óskar því fram að Sveinn Andri væri ekki áskrifandi að blaðinu en Sveinn Andri sagði mogganum upp þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri. 25.9.2009 14:07 Fimmti maðurinn í varðhald vegna amfetamínssmygls Fjórir karlmenn hafa að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Fimmti maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins í gær. 25.9.2009 13:38 Sjóræningjar láta enn til skarar skríða Sómalskir sjóræningjar ruddustu um borð í skip sem var á leið til höfuðborgarinnar Mogadishu og skutu skipstjórann til bana. Skipstjórinn, sem var frá Alsír hafði neitað að verða við skipunum ræningjanna um að breyta um stefnu á skipinu að sögn sómalskra yfirvalda. 25.9.2009 13:11 Enginn handtekinn í tengslum við brunann í Laugarásvideo Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn þegar kveikt var í Laugarásvideo í lok ágúst, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en karlmaður var yfirheyrður í byrjun mánaðarins. Hann hafði réttarstöðu grunaðs manns en var að lokum sleppt. 25.9.2009 12:36 Mjaðmaaðgerðir kostnaðarsamar fyrir breska skattgreiðendur Einn af hverjum fimm Bretum, sem gengst undir mjaðmaaðgerð á breskum einkasjúkrahúsum og stofum, þarf á nýrri aðgerð eða viðgerð að halda, innan við þremur árum eftir aðgerð. Margar hinna síðari aðgerða eru framkvæmdar á opinberum sjúkrahúsum með miklum kostnaði fyrir breska skattgreiðendur. 25.9.2009 12:22 Bundið slitlag komið á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur Bundið slitlag er nú komið á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur en í gær var lokið við að klæða síðasta kaflann á veginum um Arnkötludal. Þótt ekki sé enn búið að opna veginn formlega eru ökumenn þegar byrjaðir að aka þar um. 25.9.2009 12:15 Gott að gagnrýnisraddir séu til staðar Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen nýir ritstjórar Morgunblaðsins mættu til starfa í morgun og heilsuðu upp á starfsfólk blaðsins. Davíð sagði gott að gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra væru til. 25.9.2009 12:06 Alþingi segir upp Morgunblaðinu Forsætisnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í fyrradag að hætta að greiða fyrir áskrift að Morgunblaðinu fyrir þingmenn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður nefndarinnar segir að þetta sé liður í hagræðingaraðgerðum þingsins og hafi ekkert með ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins að ræða. Áfram verður þó hægt að glugga í Moggann sem liggur niður í þingi. 25.9.2009 11:46 Ekki búið að ákveða laun stjórnarmanna Bankasýslunnar Ekki er búið að ákveða hver laun stjórnarmanna Bankasýslu ríkisins verða. Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir að laun stjórnamanna komi ekki til með að bætast við útgjöld ríkisins vegna stofnunarinnar sem áætlanir geri ráð fyrir að verði 70-80 milljónir króna á ári. 25.9.2009 10:26 Þingmaður hættir á Moggablogginu út af Davíð „Blað sem eitt sinn hafði smá trúverðugleika hefur glatað þeim trúverðugleika með þessari ráðningu og uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem er hætt að blogga hjá Morgunblaðinu vegna ráðningar Davíðs Oddssonar í stöðu ritstjóra. Hún þiggur ekki boð Eyjunnar um að færa sig þangað. 25.9.2009 09:34 Tæplega 2000 manns létust árið 2008 1.987 einstaklingar, 1.005 konur og 982 karlar, létust á árinu 2008. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar yfir dánarmein. Gögnin byggja á dánarvottorðum allra þeirra sem létust árið 2008 og áttu lögheimili hér á landi. 25.9.2009 09:31 Áður óbirt myndband með Jackson Áður óbirt myndband, sem sýnir Michael Jackson heitinn æfa flutning lagsins This is it, hefur nú litið dagsins ljós. 25.9.2009 09:03 Vopnabrak og gnýr á G20-fundi Táragas og tuddaskapur einkenndu upphaf hins svokallaða G20-fundar í Pittsburgh sem hófst í gær. 25.9.2009 08:54 Herjólfur úr slipp Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er nú komin úr slipp á Akureyri og um sexleytið í morgun var Herjólfur norðvestur af Siglunesi, á heimleið. 25.9.2009 08:36 Haldlögðu stera og kannabis Töluvert magn af ólöglegum steratöflum og ólöglegum fæðubótarefnum fannst þegar tollgæslan, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, gerði húsleit í verslunarfyrirtæki í Kópavogi í fyrradag. 25.9.2009 07:30 Ekið um bæinn í ýmsu ástandi í nótt Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um fíkniefnaakstur. 25.9.2009 07:27 Brotist inn í Réttarholtsskóla Brotist var inn í Réttarholtsskóla í Reykjavík í nótt og þaðan stolið flatskjá. Þjófurinn braut rúðu í skólastofu til að komast inn. 25.9.2009 07:25 Fjölmennri leit lauk farsællega Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna fann á sjötta tímanum í morgun annan tveggja manna, sem leitað hefur verið að inn af Hvalfjarðarbotni síðan á miðnætti. 25.9.2009 07:18 Gætum misst unga lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi Gjörbreytt staða er komin upp hjá ungu heilbrigðisstarfsfólki vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Atvinnumöguleikar nýútskrifaðra lækna og hjúkrunarfræðinga hafa skerst verulega hér á landi og hætta er talin á að þessi hópur þurfi að leita annað í auknum mæli. 25.9.2009 07:00 Hundrað fá ekki framlengda samninga Meira en hundrað starfsmenn Landspítalans fá ekki endurnýjaða ráðningarsamninga við spítalann í ár. Fyrstu samningarnir renna út um næstu mánaðamót. 25.9.2009 06:00 Lagt til að upplýsingaskylda ráðherra verði færð í lög Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. 25.9.2009 06:00 Stoppa í 63 milljarða gat Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. 25.9.2009 06:00 Segir tóma blekkingu að Noregur standi utan ESB „Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. 25.9.2009 06:00 Vekur vonir um sigur á AIDS Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO og Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna segja að tilraunir í Taílandi með nýtt bóluefni gegn alnæmi hafi gengið vel og lofi mjög góðu. 25.9.2009 06:00 Taka ekki á forsendubresti Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur undir tillögur ASÍ um úrbætur á lögum um greiðsluaðlögun og annað sem tengist skuldavanda heimilanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gísli sendi frá sér í gær. Hann segir að fagna beri frumkvæði ASÍ og samantektinni, sem sé í ágætu samræmi við úrbótatillögur hans. 25.9.2009 05:00 Framleiðendur velta tíu milljörðum króna „Við höfum rætt um það í langan tíma að stofna samtök. Þegar við skoðuðum málið af alvöru á þessu ári kom það okkur í opna skjöldu hvað þessi iðnaður er stór,“ segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic. 25.9.2009 05:00 Leggja milljarða í nýtt einkasjúkrahús Stefnt er að því að einkarekið sjúkrahús sem mun sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum á erlendum ríkisborgurum verði opnað hér á landi síðla árs 2011 eða snemma árs 2012. 25.9.2009 05:00 Tillögum um styttu vísað frá Borgarráð vísaði í gær, með atkvæðum meirihlutans, frá tillögum Vinstri grænna og Samfylkingar um að borgin beitti sér fyrir uppsetningu minnismerkis um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Fulltrúar minnihlutans höfðu lagt fram hvor sína tillöguna. 25.9.2009 05:00 Fleiri drekka íslenska vatnið „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial. Um ár er síðan fyrirtækið stækkaði við sig í Þorlákshöfn. 25.9.2009 04:00 Gestalisti kann að verða birtur Skoðað verður hvort forsætisráðherra Íslands komi til með að birta gestalista sína opinberlega. 25.9.2009 04:00 Mátti banna rekstur einkastofu Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landspítalanum hafi verið heimilt að banna yfirlæknum með stjórnunarskyldur á spítalanum að reka einnig sjálfstæðar læknastofur samhliða störfum sínum fyrir spítalann. Hæstiréttur sýknaði í gær spítalann af kröfu yfirlæknis um viðurkenningu á því að spítalanum hafi verið þetta óheimilt. 25.9.2009 04:00 Obama vill lesa betri dagblöð Forseti Bandaríkjanna hefur hug á að gera lagafrumvarp til að auðvelda dagblöðum að sporna gegn þeirri hnignun sem þau standa frammi fyrir. Til greina mun koma að dagblöðin, í breyttu rekstrarformi, fái skattaívilnanir. Fari svo verði þau ekki rekin í ágóðaskyni. 25.9.2009 03:30 Alcoa býst við niðurstöðu um helgina Alcoa býst við að fá upplýsingar um afstöðu ríkisvaldsins til þess hvort stjórnvöld ætli sér að framlengja viljayfirlýsingu um álver á Bakka, sem rennur út um mánaðamót, á fundi sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um helgina. 25.9.2009 03:15 Obama fellst loksins á að hitta Gordon Brown Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur loksins fallist á að hitta Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eftir margítrekaðar tilraunir til þess að koma á fundi með þeim. 25.9.2009 23:22 Vill að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Reykjavíkurflugvallar Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, vill að kannaðir verði kostir þess að Reykjavíkurborg yfirtaki rekstur Reykjavíkurflugvallar. Þorleifur lagði fram tillögu þessa efnis í dag. 24.9.2009 23:28 Tíu prósent verðmunur í lágvöruverslunum á landsbyggðinni Allt að 10% verðmunur reyndist á matvörukörfu sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðverslunum víðsvegar um land á þriðjudaginn þriðjudag. Vörukarfan sem innheldur 38 vörur var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 14.267 krónur en dýrust í Krónunni þar sem hún kostaði 15.595 krónur. Verðmunurinn er 1.328 krónur eða 9%. 24.9.2009 22:11 Illugi er ánægður með nýja ritstjóra Morgunblaðsins „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddsonar, um ráðningu Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins. „Haraldur og Davíð eru báðir menn með sterkar skoðanir en ég held að þeir muni reka þennan miðil mjög faglega,“ segir Illugi. 24.9.2009 20:31 Jón Ásgeir: Morgunblaðið fórnar mikilli fagmennsku „Fyrstu viðbrögð eru að þetta er gott fyrir Fréttablaðið og vont fyrir Moggann,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 365 miðla sem rekur m.a Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísi 24.9.2009 19:12 Blaðamannafélagið harmar uppsagnir á Morgunblaðinu Blaðamannafélag Íslands harmar fjöldauppsagnir á Morgunblaðinu í nýrri ályktun sem félagið sendi frá sér undir kvöld. Þeir sem lengst hafi unnið hjá blaðinu og sagt var upp störfum í dag hafi verið þar í um fjörutíu ár. Á sama tíma og ritstjórum blaðsins er fjölgað í tvo sé gífurlegri reynslu og þekkingu nærri tuttugu blaðamanna kastað á glæ í nafni hagræðingar. 24.9.2009 20:45 Sigurður Már Jónsson ritstjóri Viðskiptablaðsins Sigurður Már Jónsson hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins, eftir því sem fram kemur á fréttavef VB. Haraldur Johannessen ritstjóri hverfur til starfa á Morgunblaðinu eins og kunnugt er. Sigurður Már hefur starfað á Viðskiptablaðinu frá árinu 1995 og hefur verið aðstoðarritstjóri blaðsins síðustu ár. Pétur Árni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mylluseturs, útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra miðla. 24.9.2009 19:39 Gísli orðinn áskrifandi að Morgunblaðinu Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi gerðist áskrifandi að Morgunblaðinu í dag eftir langt hlé. Gísli segir frá þessu á vefsíðu sinni. Þar segir hann jafnframt að stúlkan á símanum hafi sagt sér að flesta daga væru uppsagnir og nýjar áskriftir á pari. Eftir að tilkynnt var um nýjan ritstjóra væru nýjar áskriftir töluvert fleiri en uppsagnir. 24.9.2009 21:14 Sjá næstu 50 fréttir
Borgarfulltrúar vilja flestir sitja áfram Meirihluti borgarfulltrúa ætlar að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórnarkosningunum næsta vor en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur ekkert upp um framtíðaráform sín. Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum né símtölum fréttastofu. 25.9.2009 15:34
Skarst á puttum og fékk skaðabætur Konu sem starfaði sem sendill hjá fyrirtækinu Íshlutum voru í dag dæmdar skaðabætur vegna vinnslyss sem hún lenti í árið 2007. Bæturnar eru upp á rúmar 1.100.000 krónur en hún fær einnig 4,5% ársvexti frá slysinu sem varð í október árið 2007. Konan hefur leitað til bæði bæklunarlæknis og tauglæknis en er enn með einkenni. 25.9.2009 15:34
Íranir undir miklum þrýstingi á G20 fundinum Íranir hafa komið sér upp aðstöðu til auðgunar úrans í leynilegri tilraunastöð. Barack Obama sagði í ræðu sinni á G20 fundinum sem hófst í Pittsburgh í Bandaríkunum í dag að skýlaus krafa væri uppi um að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna fái að rannsaka stöðina. 25.9.2009 14:40
Bíður með málsókn gegn Rúv og Daily Mail Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, er ekki búinn að höfða mál gegn Ríkisútvarpinu líkt og hann lýsti yfir fyrir tæpum mánuði. Það muni hann gera um leið og tími gefst til. Hann segir fréttastofu RÚV vera með öllu óþarfa. 25.9.2009 14:19
Segist víst hafa verið áskrifandi Morgunblaðsins „Ef þetta er blaðamennskan sem á nú að fara að stunda á Morgunblaðinu þá hef ég nokkar áhyggjur," segir Sveinn Andri Sveinsson stjörnulögfræðingur um þær fullyrðingar Óskars Magnússonar útgefanda Morgunblaðsins í Kastljósi í gærkvöldi. Þar hélt Óskar því fram að Sveinn Andri væri ekki áskrifandi að blaðinu en Sveinn Andri sagði mogganum upp þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri. 25.9.2009 14:07
Fimmti maðurinn í varðhald vegna amfetamínssmygls Fjórir karlmenn hafa að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Fimmti maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins í gær. 25.9.2009 13:38
Sjóræningjar láta enn til skarar skríða Sómalskir sjóræningjar ruddustu um borð í skip sem var á leið til höfuðborgarinnar Mogadishu og skutu skipstjórann til bana. Skipstjórinn, sem var frá Alsír hafði neitað að verða við skipunum ræningjanna um að breyta um stefnu á skipinu að sögn sómalskra yfirvalda. 25.9.2009 13:11
Enginn handtekinn í tengslum við brunann í Laugarásvideo Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn þegar kveikt var í Laugarásvideo í lok ágúst, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en karlmaður var yfirheyrður í byrjun mánaðarins. Hann hafði réttarstöðu grunaðs manns en var að lokum sleppt. 25.9.2009 12:36
Mjaðmaaðgerðir kostnaðarsamar fyrir breska skattgreiðendur Einn af hverjum fimm Bretum, sem gengst undir mjaðmaaðgerð á breskum einkasjúkrahúsum og stofum, þarf á nýrri aðgerð eða viðgerð að halda, innan við þremur árum eftir aðgerð. Margar hinna síðari aðgerða eru framkvæmdar á opinberum sjúkrahúsum með miklum kostnaði fyrir breska skattgreiðendur. 25.9.2009 12:22
Bundið slitlag komið á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur Bundið slitlag er nú komið á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur en í gær var lokið við að klæða síðasta kaflann á veginum um Arnkötludal. Þótt ekki sé enn búið að opna veginn formlega eru ökumenn þegar byrjaðir að aka þar um. 25.9.2009 12:15
Gott að gagnrýnisraddir séu til staðar Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen nýir ritstjórar Morgunblaðsins mættu til starfa í morgun og heilsuðu upp á starfsfólk blaðsins. Davíð sagði gott að gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra væru til. 25.9.2009 12:06
Alþingi segir upp Morgunblaðinu Forsætisnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í fyrradag að hætta að greiða fyrir áskrift að Morgunblaðinu fyrir þingmenn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður nefndarinnar segir að þetta sé liður í hagræðingaraðgerðum þingsins og hafi ekkert með ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins að ræða. Áfram verður þó hægt að glugga í Moggann sem liggur niður í þingi. 25.9.2009 11:46
Ekki búið að ákveða laun stjórnarmanna Bankasýslunnar Ekki er búið að ákveða hver laun stjórnarmanna Bankasýslu ríkisins verða. Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir að laun stjórnamanna komi ekki til með að bætast við útgjöld ríkisins vegna stofnunarinnar sem áætlanir geri ráð fyrir að verði 70-80 milljónir króna á ári. 25.9.2009 10:26
Þingmaður hættir á Moggablogginu út af Davíð „Blað sem eitt sinn hafði smá trúverðugleika hefur glatað þeim trúverðugleika með þessari ráðningu og uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem er hætt að blogga hjá Morgunblaðinu vegna ráðningar Davíðs Oddssonar í stöðu ritstjóra. Hún þiggur ekki boð Eyjunnar um að færa sig þangað. 25.9.2009 09:34
Tæplega 2000 manns létust árið 2008 1.987 einstaklingar, 1.005 konur og 982 karlar, létust á árinu 2008. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar yfir dánarmein. Gögnin byggja á dánarvottorðum allra þeirra sem létust árið 2008 og áttu lögheimili hér á landi. 25.9.2009 09:31
Áður óbirt myndband með Jackson Áður óbirt myndband, sem sýnir Michael Jackson heitinn æfa flutning lagsins This is it, hefur nú litið dagsins ljós. 25.9.2009 09:03
Vopnabrak og gnýr á G20-fundi Táragas og tuddaskapur einkenndu upphaf hins svokallaða G20-fundar í Pittsburgh sem hófst í gær. 25.9.2009 08:54
Herjólfur úr slipp Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er nú komin úr slipp á Akureyri og um sexleytið í morgun var Herjólfur norðvestur af Siglunesi, á heimleið. 25.9.2009 08:36
Haldlögðu stera og kannabis Töluvert magn af ólöglegum steratöflum og ólöglegum fæðubótarefnum fannst þegar tollgæslan, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, gerði húsleit í verslunarfyrirtæki í Kópavogi í fyrradag. 25.9.2009 07:30
Ekið um bæinn í ýmsu ástandi í nótt Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um fíkniefnaakstur. 25.9.2009 07:27
Brotist inn í Réttarholtsskóla Brotist var inn í Réttarholtsskóla í Reykjavík í nótt og þaðan stolið flatskjá. Þjófurinn braut rúðu í skólastofu til að komast inn. 25.9.2009 07:25
Fjölmennri leit lauk farsællega Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna fann á sjötta tímanum í morgun annan tveggja manna, sem leitað hefur verið að inn af Hvalfjarðarbotni síðan á miðnætti. 25.9.2009 07:18
Gætum misst unga lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi Gjörbreytt staða er komin upp hjá ungu heilbrigðisstarfsfólki vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Atvinnumöguleikar nýútskrifaðra lækna og hjúkrunarfræðinga hafa skerst verulega hér á landi og hætta er talin á að þessi hópur þurfi að leita annað í auknum mæli. 25.9.2009 07:00
Hundrað fá ekki framlengda samninga Meira en hundrað starfsmenn Landspítalans fá ekki endurnýjaða ráðningarsamninga við spítalann í ár. Fyrstu samningarnir renna út um næstu mánaðamót. 25.9.2009 06:00
Lagt til að upplýsingaskylda ráðherra verði færð í lög Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. 25.9.2009 06:00
Stoppa í 63 milljarða gat Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. 25.9.2009 06:00
Segir tóma blekkingu að Noregur standi utan ESB „Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. 25.9.2009 06:00
Vekur vonir um sigur á AIDS Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO og Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna segja að tilraunir í Taílandi með nýtt bóluefni gegn alnæmi hafi gengið vel og lofi mjög góðu. 25.9.2009 06:00
Taka ekki á forsendubresti Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur undir tillögur ASÍ um úrbætur á lögum um greiðsluaðlögun og annað sem tengist skuldavanda heimilanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gísli sendi frá sér í gær. Hann segir að fagna beri frumkvæði ASÍ og samantektinni, sem sé í ágætu samræmi við úrbótatillögur hans. 25.9.2009 05:00
Framleiðendur velta tíu milljörðum króna „Við höfum rætt um það í langan tíma að stofna samtök. Þegar við skoðuðum málið af alvöru á þessu ári kom það okkur í opna skjöldu hvað þessi iðnaður er stór,“ segir Jónas Björgvin Antonsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Gogogic. 25.9.2009 05:00
Leggja milljarða í nýtt einkasjúkrahús Stefnt er að því að einkarekið sjúkrahús sem mun sérhæfa sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum á erlendum ríkisborgurum verði opnað hér á landi síðla árs 2011 eða snemma árs 2012. 25.9.2009 05:00
Tillögum um styttu vísað frá Borgarráð vísaði í gær, með atkvæðum meirihlutans, frá tillögum Vinstri grænna og Samfylkingar um að borgin beitti sér fyrir uppsetningu minnismerkis um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Fulltrúar minnihlutans höfðu lagt fram hvor sína tillöguna. 25.9.2009 05:00
Fleiri drekka íslenska vatnið „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, sem framleiðir átappað vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial. Um ár er síðan fyrirtækið stækkaði við sig í Þorlákshöfn. 25.9.2009 04:00
Gestalisti kann að verða birtur Skoðað verður hvort forsætisráðherra Íslands komi til með að birta gestalista sína opinberlega. 25.9.2009 04:00
Mátti banna rekstur einkastofu Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landspítalanum hafi verið heimilt að banna yfirlæknum með stjórnunarskyldur á spítalanum að reka einnig sjálfstæðar læknastofur samhliða störfum sínum fyrir spítalann. Hæstiréttur sýknaði í gær spítalann af kröfu yfirlæknis um viðurkenningu á því að spítalanum hafi verið þetta óheimilt. 25.9.2009 04:00
Obama vill lesa betri dagblöð Forseti Bandaríkjanna hefur hug á að gera lagafrumvarp til að auðvelda dagblöðum að sporna gegn þeirri hnignun sem þau standa frammi fyrir. Til greina mun koma að dagblöðin, í breyttu rekstrarformi, fái skattaívilnanir. Fari svo verði þau ekki rekin í ágóðaskyni. 25.9.2009 03:30
Alcoa býst við niðurstöðu um helgina Alcoa býst við að fá upplýsingar um afstöðu ríkisvaldsins til þess hvort stjórnvöld ætli sér að framlengja viljayfirlýsingu um álver á Bakka, sem rennur út um mánaðamót, á fundi sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra um helgina. 25.9.2009 03:15
Obama fellst loksins á að hitta Gordon Brown Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur loksins fallist á að hitta Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eftir margítrekaðar tilraunir til þess að koma á fundi með þeim. 25.9.2009 23:22
Vill að Reykjavíkurborg taki yfir rekstur Reykjavíkurflugvallar Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, vill að kannaðir verði kostir þess að Reykjavíkurborg yfirtaki rekstur Reykjavíkurflugvallar. Þorleifur lagði fram tillögu þessa efnis í dag. 24.9.2009 23:28
Tíu prósent verðmunur í lágvöruverslunum á landsbyggðinni Allt að 10% verðmunur reyndist á matvörukörfu sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í fjórum lágvöruverðverslunum víðsvegar um land á þriðjudaginn þriðjudag. Vörukarfan sem innheldur 38 vörur var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 14.267 krónur en dýrust í Krónunni þar sem hún kostaði 15.595 krónur. Verðmunurinn er 1.328 krónur eða 9%. 24.9.2009 22:11
Illugi er ánægður með nýja ritstjóra Morgunblaðsins „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna og fyrrverandi aðstoðarmaður Davíðs Oddsonar, um ráðningu Haraldar Johannessen og Davíðs Oddssonar sem ritstjóra Morgunblaðsins. „Haraldur og Davíð eru báðir menn með sterkar skoðanir en ég held að þeir muni reka þennan miðil mjög faglega,“ segir Illugi. 24.9.2009 20:31
Jón Ásgeir: Morgunblaðið fórnar mikilli fagmennsku „Fyrstu viðbrögð eru að þetta er gott fyrir Fréttablaðið og vont fyrir Moggann,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi 365 miðla sem rekur m.a Fréttablaðið, Stöð 2 og Vísi 24.9.2009 19:12
Blaðamannafélagið harmar uppsagnir á Morgunblaðinu Blaðamannafélag Íslands harmar fjöldauppsagnir á Morgunblaðinu í nýrri ályktun sem félagið sendi frá sér undir kvöld. Þeir sem lengst hafi unnið hjá blaðinu og sagt var upp störfum í dag hafi verið þar í um fjörutíu ár. Á sama tíma og ritstjórum blaðsins er fjölgað í tvo sé gífurlegri reynslu og þekkingu nærri tuttugu blaðamanna kastað á glæ í nafni hagræðingar. 24.9.2009 20:45
Sigurður Már Jónsson ritstjóri Viðskiptablaðsins Sigurður Már Jónsson hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins, eftir því sem fram kemur á fréttavef VB. Haraldur Johannessen ritstjóri hverfur til starfa á Morgunblaðinu eins og kunnugt er. Sigurður Már hefur starfað á Viðskiptablaðinu frá árinu 1995 og hefur verið aðstoðarritstjóri blaðsins síðustu ár. Pétur Árni Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mylluseturs, útgáfufélags Viðskiptablaðsins og tengdra miðla. 24.9.2009 19:39
Gísli orðinn áskrifandi að Morgunblaðinu Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi gerðist áskrifandi að Morgunblaðinu í dag eftir langt hlé. Gísli segir frá þessu á vefsíðu sinni. Þar segir hann jafnframt að stúlkan á símanum hafi sagt sér að flesta daga væru uppsagnir og nýjar áskriftir á pari. Eftir að tilkynnt var um nýjan ritstjóra væru nýjar áskriftir töluvert fleiri en uppsagnir. 24.9.2009 21:14