Innlent

Bíður með málsókn gegn Rúv og Daily Mail

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri. Mynd/Valgarður Gíslason

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, er ekki búinn að höfða mál gegn Ríkisútvarpinu líkt og hann lýsti yfir fyrir tæpum mánuði. Það muni hann gera um leið og tími gefst til. Hann segir fréttastofu RÚV með öllu óþarfa.

Í frétt Ríkisútvarpsins var því haldið fram að Ólafur hefði látið leggja fé inn á sinn eigin reikning en ekki til Frjálslynda flokksins. Ólafur segir að með þeim ummælum hafi Ríkisútvarpið þjófkennt sig.

„Ég ætla svo sannarlega að standa við þau orð að reka ofan í þá þennan áróður og kannski margt fleira sem þeir hafa sagt um mig," segir Ólafur og bætir við að það heyri til undantekninga að Ríkisútvarpið segi rétt frá þegar hann eigi í hlut. „Ég ætla að gera upp sakir við fréttastofuna og þá aðila á RÚV sem hafa sýnt það í verki að fréttastofa Ríkisútvarpsins er með öllu óþörf í íslensku samfélagi," segir Ólafur.

Ólafur hefur ekki höfðað mál gegn breska dagblaðinu Daily Mail líkt og hann íhugaði lengi vel eftir umfjöllun blaðsins um hann í fyrra. Ólafur telur allt eins líklegt að hann láti lögfræðing sinna vinna þessi mál saman því í umfjöllun Daily Mail hafi verið vitnað í Ríkisútvarpið.

Í fréttinni var fjallað um veru Ólafs á 101 Hóteli föstudagskvöldið 10. október 2008 og meint tengsl hans við Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformann Baugs. Blaðið gaf í skyn að Ólafur hafi bæði sýnt óviðeigandi framkomu og spillingu í borgarstjóratíð sinni. Hann var sagður drekka ótæpilega og þá var fullyrt að Ólafur hafi fengið taugaáfall skömmu fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.


Tengdar fréttir

Ólafur F.: Herbragð Hönnu Birnu og Guðjóns Arnars

„Ég held því miður að þetta sé sameiginlegt herbragð Hönnu Birnu og Guðjóns Arnars. Þessir tveir fjandvinir mínir eru að reyna að koma á mig höggi. Hanna Birna ber þær sakir reyndar af sér," segir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi.

Íhuga að kæra Ólaf F. fyrir fjárdrátt

„Málið er að þegar hann var borgarstjóri lét hann færa þetta fé á eigin reikning án samráðs við okkur," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins.

Segir Rúv hafa sýnt sér vanvirðingu og ruddalega framkomu

Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri ætlar í meiðyrðarmál við Rúv vegna ummæla sem látin voru falla í hádegisfréttum útvarpsins á mánudagsmorgun. Þar var því haldið fram að Ólafur hefði látið leggja fé inn á sinn eigin reikning en ekki til Frjálslyndaflokksins. Ólafur segir að með þeim ummælum hefði Rúv verið að þjófkenna sig.

Ólafur F.: Með jafnhreinan skjöld nú sem fyrr

„Árið 2008 var ekki unað við það af okkar hálfu að flokkur úti í bæ sem var ekkert að vinna með okkur ætlaði að fá aftur þetta fé annað árið í röð til þess eins í besta falli að klekkja á okkur, en ekki til að láta fjármuni renna til framboðsins," segir Ólafur F. Magnússon, óháður borgarfulltrúi.

Ætlar í mál við Ríkisútvarpið

Borgarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon hefur ákveðið að höfða meiðyrðamál gegn Ríkisútvarpinu vegna fréttaflutnings af deilum hans við Frjálslynda flokkinn um fjárframlög frá Reykjavíkurborg. Ólafur kvaddi sér hljóðs á borgarstjórnarfundi á þriðjudag og kynnti þessi áform sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×