Gott að gagnrýnisraddir séu til staðar 25. september 2009 12:06 Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen nýir ritstjórar Morgunblaðsins mættu til starfa í morgun og heilsuðu upp á starfsfólk blaðsins. Davíð sagði gott að gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra væru til. Davíð og Haraldur mættu upp í Hádegismóa klukkan hálftíu í morgun. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af ritstjórunum tveimur en þeir munu ræða við starfsfólk blaðsins í hádeginu. Mikið hefur gengið á hjá Morgunblaðinu undanfarna daga og var um 30 manns sagt upp störfum í gær, þar af 19 úr ritstjórn. Stór hópur starfsmanna var með áratuga starfsferil að baki hjá blaðinu. Auk þess voru tíu manns með tímabundna samninga sem ekki verða framlengdir. Davíð sagði við mbl.is þegar hann var spurður um gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra að gott væri að slíkar raddir væru til. Blaðið gengi út á að koma gagnrýnisröddum að svo allir gætu komist að eigin niðurstöðu þegar öll sjónarmið hafi fengið framgang. Um þær fullyrðingar, að fyrri störf Davíðs muni varpa rýrð á trúverðugleika Morgunblaðsins, sagðist hann búast við því að vilji þeirra sem fyrir ráðningu hans stæðu væri að menn notuðu sér þann forða sem þeir hafi aflað sér á langri vegferð og hann hlakki til að moða úr því. Fréttastofa reyndi að fá upplýsingar frá áskriftardeild Morgunblaðsins um hvort margir hefðu sagt upp áskrift af blaðinu en fékk engin svör. Deildin hafði ekki tölur yfir slíkt en hins vegar var fréttastofu greint frá því að annasamt væri í deildinni vegna fjölda hringinga. Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen nýir ritstjórar Morgunblaðsins mættu til starfa í morgun og heilsuðu upp á starfsfólk blaðsins. Davíð sagði gott að gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra væru til. Davíð og Haraldur mættu upp í Hádegismóa klukkan hálftíu í morgun. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná tali af ritstjórunum tveimur en þeir munu ræða við starfsfólk blaðsins í hádeginu. Mikið hefur gengið á hjá Morgunblaðinu undanfarna daga og var um 30 manns sagt upp störfum í gær, þar af 19 úr ritstjórn. Stór hópur starfsmanna var með áratuga starfsferil að baki hjá blaðinu. Auk þess voru tíu manns með tímabundna samninga sem ekki verða framlengdir. Davíð sagði við mbl.is þegar hann var spurður um gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra að gott væri að slíkar raddir væru til. Blaðið gengi út á að koma gagnrýnisröddum að svo allir gætu komist að eigin niðurstöðu þegar öll sjónarmið hafi fengið framgang. Um þær fullyrðingar, að fyrri störf Davíðs muni varpa rýrð á trúverðugleika Morgunblaðsins, sagðist hann búast við því að vilji þeirra sem fyrir ráðningu hans stæðu væri að menn notuðu sér þann forða sem þeir hafi aflað sér á langri vegferð og hann hlakki til að moða úr því. Fréttastofa reyndi að fá upplýsingar frá áskriftardeild Morgunblaðsins um hvort margir hefðu sagt upp áskrift af blaðinu en fékk engin svör. Deildin hafði ekki tölur yfir slíkt en hins vegar var fréttastofu greint frá því að annasamt væri í deildinni vegna fjölda hringinga.
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira