Lagt til að upplýsingaskylda ráðherra verði færð í lög 25. september 2009 06:00 Kynningarfund vegna skýrslu vinnuhópsins sátu Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir þingforseti, Bryndís Hlöðversdóttir, formaður hópsins, Ásmundur Helgason, starfsmaður hópsins, og Ragnhildur Helgadóttir prófessor.fréttablaðið/vilhelm Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. Meðal þess sem nefndin leggur til er að lögfestar verði reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi. Réttaróvissa á þessu sviði er, að mati nefndarinnar, afar óæskileg fyrir samskipti þings og ríkisstjórnar. „Meðan inntak skyldunnar er óljóst er ólíklegra en ella að ráðherra verði látinn sæta pólitískri ábyrgð leggi hann ekki fram viðhlítandi upplýsingar fyrir Alþingi eða leyni þingið mikilvægum upplýsingum,“ segir í skýrslunni. Lagt er til að ríkisstjórn beri að skila árlegri skýrslu til þingsins um framkvæmd þingsályktana. Slíkar ályktanir eru oft og tíðum yfirgripsmiklar og stefnumarkandi en hvergi er fjallað um eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Nefndin vill að settar verði skýrari reglur um upplýsingarétt þingmanna og aðgang þingsins, einkum þingnefnda, að gögnum hjá stjórnvöldum. Jafnframt að settar verði reglur um heimild ráðherra til að leggja fyrir Alþingi upplýsingar sem háðar séu þagnarskyldu, um örugga meðhöndlun trúnaðarupplýsinga og um þagnarskyldu alþingismanna um upplýsingar sem leynt eigi að fara. Að mati nefndarinnar ber að fækka fastanefndum þingsins en þær eru nú tólf. Meðal annars er dregið fram að ef nefndirnar eru færri og starfssvið þeirra nær til fleiri en eins ráðuneytis megi draga úr hættu á að ráðherra reyni að hafa áhrif á skipan og störf nefnda. Jafnframt er lagt til að ný nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, verði sett á fót og falið að sinna eftirlitshlutverki með framkvæmdarvaldinu. Þá er í skýrslunni lagt til að refsiheimildir laga um ráðherraábyrgð verði skýrðar, að íhuguð verði mildari úrræði til að beina gagnrýni á embættisfærslu ráðherra en að lýsa á hann vantrausti og að skipulag landsdóms verði tekið til skoðunar. Auk Bryndísar formanns sátu í nefndinni Andri Árnason hæstaréttarlögmaður og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Með henni starfaði Ásmundur Helgason, lögfræðingur hjá Alþingi. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. Meðal þess sem nefndin leggur til er að lögfestar verði reglur um upplýsingaskyldu ráðherra gagnvart Alþingi. Réttaróvissa á þessu sviði er, að mati nefndarinnar, afar óæskileg fyrir samskipti þings og ríkisstjórnar. „Meðan inntak skyldunnar er óljóst er ólíklegra en ella að ráðherra verði látinn sæta pólitískri ábyrgð leggi hann ekki fram viðhlítandi upplýsingar fyrir Alþingi eða leyni þingið mikilvægum upplýsingum,“ segir í skýrslunni. Lagt er til að ríkisstjórn beri að skila árlegri skýrslu til þingsins um framkvæmd þingsályktana. Slíkar ályktanir eru oft og tíðum yfirgripsmiklar og stefnumarkandi en hvergi er fjallað um eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Nefndin vill að settar verði skýrari reglur um upplýsingarétt þingmanna og aðgang þingsins, einkum þingnefnda, að gögnum hjá stjórnvöldum. Jafnframt að settar verði reglur um heimild ráðherra til að leggja fyrir Alþingi upplýsingar sem háðar séu þagnarskyldu, um örugga meðhöndlun trúnaðarupplýsinga og um þagnarskyldu alþingismanna um upplýsingar sem leynt eigi að fara. Að mati nefndarinnar ber að fækka fastanefndum þingsins en þær eru nú tólf. Meðal annars er dregið fram að ef nefndirnar eru færri og starfssvið þeirra nær til fleiri en eins ráðuneytis megi draga úr hættu á að ráðherra reyni að hafa áhrif á skipan og störf nefnda. Jafnframt er lagt til að ný nefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, verði sett á fót og falið að sinna eftirlitshlutverki með framkvæmdarvaldinu. Þá er í skýrslunni lagt til að refsiheimildir laga um ráðherraábyrgð verði skýrðar, að íhuguð verði mildari úrræði til að beina gagnrýni á embættisfærslu ráðherra en að lýsa á hann vantrausti og að skipulag landsdóms verði tekið til skoðunar. Auk Bryndísar formanns sátu í nefndinni Andri Árnason hæstaréttarlögmaður og Ragnhildur Helgadóttir prófessor. Með henni starfaði Ásmundur Helgason, lögfræðingur hjá Alþingi. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira