Innlent

Tillögum um styttu vísað frá

Meirihlutinn vill bíða eftir hugmyndum hóps áhugamanna um hvernig beri að minnast Helga.
fréttablaðið/gva
Meirihlutinn vill bíða eftir hugmyndum hóps áhugamanna um hvernig beri að minnast Helga. fréttablaðið/gva
Borgarráð vísaði í gær, með atkvæðum meirihlutans, frá tillögum Vinstri grænna og Samfylkingar um að borgin beitti sér fyrir uppsetningu minnismerkis um Helga Hóseasson á horni Langholtsvegar og Holtavegar. Fulltrúar minnihlutans höfðu lagt fram hvor sína tillöguna.

Í bókun meirihlutans er vísað í frumkvæði hóps einstaklinga sem sýnt hafi verkinu áhuga. Borgarstjóri hafi þegar hitt forsvarsmenn hópsins og ekki sé tímabært að Reykjavíkurborg leggi línurnar í málinu. Hópurinn muni senda inn erindi um málið á næstu vikum.- kóp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×