Innlent

Gestalisti kann að verða birtur

Hrannar Björn Arnarsson
Hrannar Björn Arnarsson
Skoðað verður hvort forsætisráðherra Íslands komi til með að birta gestalista sína opinberlega. Þetta verður gert um leið og siðareglur stjórnarráðsins verða mótaðar og meðan upplýsingalög verða endurskoðuð, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.

„Þessi hugmynd verður metin í þeirri vinnu eins og margar aðrar góðar," segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra.

Greint hefur verið frá því í blaðinu að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætli að birta samsvarandi upplýsingar um gesti Hvíta hússins.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×