Innlent

Taka ekki á forsendubresti

Tillögur ASÍ taka ekki á forsendubresti vegna hrunsins, að mati talsmanns neytenda og Hagsmunasamtaka heimilanna. Almenningur stendur frammi fyrir miklum vanda, og greiðsluaðlögun dugar ekki til að leysa úr því. 
fréttablaðið/pjetur
Tillögur ASÍ taka ekki á forsendubresti vegna hrunsins, að mati talsmanns neytenda og Hagsmunasamtaka heimilanna. Almenningur stendur frammi fyrir miklum vanda, og greiðsluaðlögun dugar ekki til að leysa úr því. fréttablaðið/pjetur
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur undir tillögur ASÍ um úrbætur á lögum um greiðsluaðlögun og annað sem tengist skuldavanda heimilanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gísli sendi frá sér í gær. Hann segir að fagna beri frumkvæði ASÍ og samantektinni, sem sé í ágætu samræmi við úrbótatillögur hans.

Tillögurnar eru jákvæðar að því leyti að þær bæta greiðsluaðlögunarferli sem neyðarúrræði og styrkja réttarstöðu lántakenda, að mati Hagsmunasamtaka heimilanna, sem einnig sendu frá sér yfirlýsingu í gær. Þær taka hins vegar ekki á þeim forsendubresti sem breytt hefur skuldastöðu heimilanna og höggva ekki á þann efnahagshnút sem blasir við heimilum landsins. Talsmaður neytenda er á svipuðu máli og bendir á að sértæk úrræði til greiðsluaðlögunar dugi ekki til fyrir neytendur. Þau mæti ekki þeim mikla vanda sem íslensk heimili standi frammi fyrir vegna skulda.

Hagsmunasamtök heimilanna segja Seðlabankastjóra hafa tekið af allan vafa um að taka þurfi á gengistryggðum lánum svo hægt sé að lækka stýrivexti. Tillögur ASÍ ekki hafa nein áhrif á boðað greiðsluverkfall, sem á að hefjast þann 1. október. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×