Innlent

Enginn handtekinn í tengslum við brunann í Laugarásvideo

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn þegar kveikt var í Laugarásvideo í lok ágúst, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en karlmaður var yfirheyrður í byrjun mánaðarins. Hann hafði réttarstöðu grunaðs manns en var að lokum sleppt.


Tengdar fréttir

Laugarásvideo eyðilagðist í eldi

Húsnæði Laugarásvideos brann til kaldra kola í nótt. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eldinn um klukkan 25 mínútur í fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er videoleigan mikið skemmd eða ónýt. Óttast er að reykskemmdir hafi orðið á húsnæði þeirra fyrirtækja sem eru næst videoleigunni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var slökkvistarfi lokið upp úr klukkan fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×